laugardagur, desember 30, 2006

Yngist með aldrinum...

Þegar ég var krakki og unglingur var ég mjög barnaleg í útliti og alltaf talin yngri en ég var. Ég var meira að segja einu sinni spurð um skilríki þar sem aldurstakmarkið var 16 ára, en ég var 18 ára. Þannig að þegar ég byrjaði að drekka hvarflaði það aldrei að mér að prófa að fara í ríkið og kaupa mér áfengi. En á afmælisdaginn minn þegar ég varð tvítug stormaði ég stolt inn í ríkið og keypti mér bjór, tilbúin að rétta fram ökuskírteinið mitt. En viti menn, ég var ekki spurð um skilríki! Ég varð ekkert smá svekkt. Kannski ég hefði getað farið í ríkið miklu fyrr! En allavega, þessi næstum þrjú ár sem ég hef haft aldur til að fara í ríkið hef ég bara tvisvar verið spurð um skilríki. Og það var seinustu tvö skipti. Og ég sem er að verða 23 ára gömul! Ég hlýt að yngjast með aldrinum eða eitthvað svoleiðis... Furðulegt. Það verður spennandi að sjá hvort ég verð spurð um skilríki næst eða ekki. :)

sunnudagur, desember 24, 2006

Jól! :)


Gleðileg jól! :)


fimmtudagur, desember 21, 2006

Ótrúlega erfiður dagur :(

Það var eiginlega seinasti dagurinn minn á leikskólanum í dag. Tæknilega séð hætti ég um áramótin en ég er í fríi alveg fram til 29. des. Og þá eru bara tvö börn á deildinni minni og enginn annar starfsmaður en ég þannig að sá dagur telst ekki með. Ég mætti með fullt af nammi og jólakort. Mér er bara búið að líða vel yfir að vera að hætta seinustu daga. Gaman að komast í jólafrí og svona. En svo var eins og það rynni upp fyrir ljós, seinnipartinn í dag að ég er virkilega að fara að hætta þarna. Og ég fór að kveðja alla krakkana. Sumir komu meira að segja með kveðjugjöf handa mér! Sum er ég búin að vera með frá því að þau voru eins og hálfs árs, í næstum þrjú ár! Svo var starfsfólkið kvatt og ekki var það auðveldara. Þau færðu mér líka kveðjugjöf. Það var sérstaklega erfitt að kveðja Hörpu sem er búin að vera deildarstjórinn minn nánst frá upphafi. Hún er einhver skemmtilegasta manneskja sem ég hef unni með. Og við erum búnar að fylgja börnunum saman. Þannig að þegar ég labbaði út þá voru tárin farin að renna. Ég gerði mér enga grein fyrir að þetta væri svona erfitt! Kíkið á þessa slóð. Þá sjáið þið hvað börnin MÍN eru skemmtileg. Þetta er gullkorn alveg frá því að þau byrjuðu á leikskólanum og til dagsins í dag.

http://gamli.leikskolar.is/leikskolar/displayer.asp?cat_id=402&module_id=210&element_id=11394

En ekki var allt búið enn. Þegar ég var sest inn í bíl hringdi Miðlun í mig og sagði að það gæti farið svo að ég fengi ekki vinnuna!!! Sem gefur mér heila FJÓRA virka daga til að finna mér nýja vinnu svo að ég verði ekki atvinnulaus um áramótin! Þá brotnaði ég eiginlega alveg og hágrét. Það er nógur spenningur og stress fyrir jólin þó að þetta allt saman þurfi ekki að bætast ofan á! Það er ekki gaman að eyða jólunum með kvíðahnút í maganum um hvort að ég sé að verða atvinnulaus eða ekki. :(

sunnudagur, desember 17, 2006

Léleg þjónusta

Ég var í Kringlunni um daginn í mesta sakleysi. Og þá fór mig að svengja örlítið og ákvað að kíkja á bústbarinn og fá mér ávaxtabakka eins og svo oft áður. Ég labbaði rólega að miðastandinum til að ná mér í númer. Ég rétti fram höndina og er komin með puttana sitthvoru megin við miðann og var að fara að taka hann þegar kona ryðst fram fyrir mig og nánast slær á hendina á mér og rífur miðann af mér! Ég varð svo hissa á svona framferði hjá fullorðinni konu að ég missti algjörlega andlitið og starði bara á hana. Og hún keyrði nefið upp í loft og leit undan. Úff. Og hún var með stelpu með sér, kannski svona sex til átta ára gamla. Skemmtilegir siðir sem hún lærir, greyið. En jæja, ég, kurteisin uppmáluð að sjálfsögðu, tók bara næsta miða. Svo koma röðin að mér og ég labba að barnum og bið afgreiðslustúlkuna um ávaxtabakka. Stúlkan snýr sér að næstu afgreiðslustúlku og spyr hvort að þau afgreiði ennþá ávaxtabakka. Sú stúlka segir: "Já, já, það er ekkert mál.", og ríkur svo af stað að afgreiða næsta. Þá snýr afgreiðslustúlkan mín sér aftur að mér og segir: "Við erum hætt að afgreiða ávaxtabakka." Og ég missti aftur andlitið á fimm mínútum. Hún hlaut að gera sér grein fyrir að ég hafði heyrt allt sem hin afgreiðslustúlkan sagði. En svo virtist ekki vera. Hún allavega vísaði mér samviskulaust í burtu og afgreiddi næsta. Furðulegt.

Tónleikar Skálholtskórsins

Í gær fór ég á tónleika með Skálholtskórnum, sem hún Kiddý frænka syngur í. Við amma skelltum okkur saman og skemmtum okkur alveg konunglega. :) Við grétum báðar yfir Ó, helga nótt. Enda syngur Diddú svoooo fallega. Hún er á heimsmælikvarða. :) Svo brunaði ég í bæinn og beint út að borða á Caruso með leikskólanum mínum. Það var æðislegt líka. Við fengum lax í forrétt, lamb í aðalrétt og svo fljótandi súkkulaðiköku í eftirrétt. :) Algjört lostæti.

föstudagur, desember 15, 2006

Hallelúja!

Ég var að koma heim af tónleikum Vox academica, hinum kórnum hans Tuma. Og ég er endurnærð á sál og líkama. :) Það er alltaf svo hressandi að fara á flotta tónleika. Þau fluttu fyrsta þáttinn í Messíasi og svo Hallelúja-kórinn úr öðrum þætti eftir Händel. Svo eftir hlé var Magnificat eftir Bach. Mér fannst Messías flottari en Magnificat, en ekkert toppaði Hallelúja-kórinn! Það eitt af flottustu verkum í heimi! :) Og það var bara mjög vel gert hjá kórnum og flottur hljómur. Sópransöngkonan sem var með þeim, Hallveig Rúnarsdóttir, var líka algjört æði! Hún söng í fyrsta lagi alveg rosalega fallega og svo túlkaði hún líka mjög vel. Mér fannst hún allan tímann vera að syngja sérstaklega fyrir mig. Og mömmu fannst það líka. Og það kalla ég góða túlkun! Mér fannst hún líka gefa mér hluta af sjálfri sér með söngnum og ég hefði nánst getað labbað upp að henni og heilsað eins og gamalli vinkonu, svo vel fannst mér ég þekkja hana á eftir tónleikana! :)

Kórstjórnandi

Jæja, þar kom að því! Míns bara orðin kórstjórnandi! :) Sólarkotskórinn undir stjórn Siggu Rósu. Hljómar vel. :) Og við erum búin að halda fyrstu tónleikana okkar við rífandi undirtektir. Ég á að vísu eftir að kenna þeim að horfa á stjórnandann, vera samtaka og syngja í sömu tóntegund en það kemur... ;) Þið getið hlustað á tvö lög sem kórinn flytur á þessum link:

http://gamli.leikskolar.is/leikskolar/displayer.asp?cat_id=402

Ef þið farið aðeins niður þá sjáið þið skrifað með rauðum stórum stöfum Jólatónleikar. Og þar er svo hægt að smella á (sjá meira) og líka (og meira) og þá koma upp upptökur af tónleikunum okkar. :)

fimmtudagur, desember 14, 2006

Jólatónleikar Söngskólans

Ég var að skríða heim af jólatónleikum Söngskólans. Og þetta voru snilldar tónleikar. Það er alltaf gaman að fara á svona léttari tónleika. Krakkarnir sungu ágætlega og það var mikið gantast og hlegið. Og ekki spillti það fyrir að þetta var allt samsöngur. Og ég þekkti nánast alla sem sungu. :) Þannig að, niðurstaðan er velheppnað kvöld.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Breytingar

Ég ákvað að skipta um lit á blogginu mínu. :) Voða fínt.

Jólagleði

Í skólanum mínum eru söngdeildir fyrir hvert stig. Þær eru hugsaðar sem æfing í að syngja fyrir framan fólk. Þegar ég var í grunnnámi þá söng ég í grunndeild. Það var erfiðast í fyrsta skiptið en svo söng ég í hvert skipti eftir það. Árið eftir, í miðdeildinni breyttist deildin svolítið. Þá fengum við allskonar hjálpartæki (t.d. bolta, sippibönd og tennisspaða svo eitthvað sé nefnt) til að hjálpa okkur við að túlka og syngja. Þá var líka erfitt að syngja í fyrstu skiptin en það var samt fjótt að koma. Á þessu ári hef ég verið í ljóða- og aríudeild sem er fyrir framhalds- og háskólanemendur. Og hafði aldrei sungið þar (vegna veikinda og kirtlatöku) fyrr en í gær. Og ég var búin að kvíða fyrir því frá því fyrir helgi. En ég lét mig hafa það og söng einfalt jólalag. Og mér fannst það hræðilega illa sungið þar sem ég er að drepast úr kvefi og röddin mín vildi bara ekki hlýða! Þannig að, til að breiða yfir lélega söngtækni og mjög mjóróma söng, reyndi ég bara að brosa sem mest og taka létt á þessu. Garðar Cortes var að hlusta og ég vonaði bara að hann ræki mig ekki út fyrir lélegan söng. En það gerðist sko aldeilis ekki! Hann horfði á mig smá stund og sagði svo: "Mikið ofboðslega var þetta fallegt. Ég fékk alveg svona..." (setti hönd á hjartastað). "Takk fyrir að búa til jól fyrir mig." Svo sagði hann að þetta væri túlkunin sem hann væri alltaf að biðja "stóru krakkana" (þau sem eru komin lengra en ég) um að gera. Og að gleðin hefði skinið af mér. Eins og gefur að skilja var ég algjörlega í skýjunum á eftir! :D Ekki amalegt að fá svona hrós frá föður óperunnar á Íslandi. ;)

miðvikudagur, desember 06, 2006

Jól jól jól jól...

Jæja, hvernig væri nú að jólabarnið sjálft setti jólagjafalistann sinn á netið?? :p


  1. Silfur í upphlutinn minn verðandi... :p Ég er komin með eina doppu í beltið. :) En ég á eftir að finna út hjá hvaða gullsmiði silfrið sem ég er að safna fæst.
  2. Mig hefur alltaf langað til að eignast seinustu tvær myndirnar af Lord of the Rings í svona sérstakri útgáfu, svona margir diskar saman. En ég á bara númer eitt.
  3. Það sama er upp á teningnum með Harry Potter myndirnar. Ég á fyrstu tvær myndirnar en vantar næstu tvær. Ég á allar bækurnar og væri alveg til í að eiga allar myndirnar. ;)
  4. Ég er jólabarn dauðans og á BARA fjögur pör af jólasokkum! Það dugar engan veginn og mig vantar sárlega fleiri.
  5. Catan er líka eitthvað sem ég ætla mér að eignast. Eitt skemmtilegasta spil sem ég hef prófað.
  6. Garfield bækurnar. Ég á bara eina en mig langar í allar. ;) Ég get ekki sofnað á kvöldin án þess að glugga aðeins í hann Garfield vin minn. (Hann er í svo miklu uppáhaldi hjá mér að Kisi er búinn að fá aukanafnið Garfield, og heitir því Þengill Hnoðri Garfield SigguRósuson, kallaður Kisi...)
  7. Snyrtidót er líka alltaf vel þegið. Og þá er Origins í sérstöku uppáhaldi en annars er ég opin fyrir öllu. :)
  8. Eragon og Öldungurinn. Ég er búin að lesa Eragon. Snilldarbók. Og mig bráðlangar að komast í næstu sem fyrst.
  9. Singstar Legends er líka ofarlega á lista.
  10. Svo hef ég líka alltaf verið hrifin af Lush snyrtivörunum.
  11. Pirates of the Caribean, Dead Men´s Chest. Ég á mynd númer eitt og langar ferlega í mynd númer tvö.
  12. Artemis Fowl, nýjustu bókina. Á allar hinar og langar í þessa nýju líka.
  13. Náttbuxur. Svona síðar, mjúkar og þæginlegar náttbuxur.
  14. Spilið Partý og co. Það er geðveikt skemmtilegt.
  15. Bíómyndin Garfield 2, a tail of two kitties. Eins og ég sagði, ég elska Garfield.
  16. Ég er ennþá að drepast í hálsinum eftir þessa bölvuðu aftanákeyrslu. Þannig að heilsukoddi væri vel þeginn.

Ég man ekki meira í augnablikinu, en ég bæti við ef ég man eftir einhverju sérstöku. :) Annars er líka alltaf gaman að láta koma sér á óvart. :) Og þá er hægt að hafa í huga að ég elska kisur (enda ekki annað hægt með aðal krúttið í geiranum á heimilinu), ég er að læra söng og ég elska glimmer... Skemmtileg samsetning. ;)

þriðjudagur, desember 05, 2006

Auglýsingar og aftur auglýsingar...

Ég var, í mesta sakleysi, að horfa á X-factor seinasta föstudag. Á stöð 2, sem ég borga offjár fyrir í hverjum mánuði. Og þau ætluðu aldrei að komast í gegnum þáttinn fyrir auglýsingum! Ekki misskilja mig, auglýsingar á MILLI þátta er fínt. Pissupása fyrir litlar blöðrur... En á 5 mín. fresti endalausar auglýsingar og aftur auglýsingar! Ég er sko ekkert að borga fyrir að horfa á auglýsingar, heldur X-factor! Þetta er ekki einu sinni hentugt fyrir mjög blöðru litla því það getur enginn verið með svona litla blöðru!

laugardagur, desember 02, 2006

Furðuleg atvik

Ég lenti í furðulegu atviku um daginn í Kringlunni fyrir utan Byggt og búið. Ég var að skoða lyklakippur sem voru fyrir utan búðina og settist á hækjur mér. Svo var ég allt í einu var við það að standurinn með kippunum var að færast í burtu frá mér! Ég leit upp og horfði beint í augun á afgreiðslustúlkunni sem algjörlega samviskulaust dró standinn frá mér og inn í búðina! Og ég sat eftir eins og auli á hækjum mér að skoða ekki neitt! Aldrei lent í verri þjónustu, held ég. Ég ætla allavega ekki að kaupa svona lyklakippu, þó að þær séu voða sætar. :)

Annað sem ég lenti í um daginn. Ég festist upp á hraðahindrun. Aftur! Í fyrra skiptir var ég á lansernum gamla og hann bara einfaldlega dreif ekki upp á hraðahindrunina. En núna um daginn var ég á fína litla sæta pólónum mínum. En ég komst samt ekki upp á hraðahindrunina! Í þetta sinnið var það hálka. Litli sæti limegræni bílinn minn spólaði bara með framhjólin upp á. Og ég þurfti að láta hann renna aftur á bak og taka tilhlaup. Og nota bene, þetta er sama hraðahindrunin sem lanserinn gamli festist upp á! Þannig að, ef þið eigið lélegan bíl eða það er hálka þá skuluð þið forðast hraðahindrunina efst á Hraunsási ef þið viljið ekki festast þar...

Sætastur!







Bara sætur! :)



Handþvottur

Ég fór á Nings um daginn sem er í sjálfu sér ekki frásögu færandi nema fyrir það að ég fór á klósettið. Sem er í sjálfu sér ekki frásögu færandi heldur nema fyrir það að þegar ég þvoði mér um hendurnar fannst mér það óvenju þæginlegt. Ég var eitthvað svo slök í öxlunum og allt svo passlegt eitthvað. Þá uppgötvaði ég að vaskurinn var óvenju langt niðri miðað við aðra vaska. Og þar af leiðandi passaði hann mér miklu betur við mína hæð. :) Venjuleg vaskahæð hentar mér engan veginn því þá þarf ég að lyfta öxlunum upp að eyrum sem skapar meiri vöðvabólgu og vanlíðan. Mér finnst að vaskar ættu að vera stillanlegir fyrir hátt og smátt fólk... Því auðvitað er ekki gott heldur að þurfa að beygja sig niður. Þegar ég verð stór ætla ég að finna upp stillanlega vaska... :p

föstudagur, nóvember 17, 2006

Veik enn og aftur

Jæja, þar kom að því að mín varð veik. Ég sem er statt og stöðugt búin að halda því fram að eftir þessa bölvuðu kirtlatöku þá geti ég ekki orðið veik. Enda er ég búin að vera stálhraust alveg þangað til núna. :( En þetta 50°C frost á miðvikudaginn fór alveg með mig. Vaknaði upp með hita daginn eftir. Bömmer bömmer bömmer. Ég sem mátti alls ekki vera að þessu! Á fimmtudaginn átti ég t.d. að vera á sex stöðum!!! Fyrst var það sjúkraþjálfun. Svo náttla vinnan mín á leikskólanum. Og svo var það undirleikur í skólanum. Mjög mikilvægur tími! Sérstaklega þar sem ég missti af seinasta tíma líka út af vetrarfríinu. Þannig að, enginn undirleikur í tvær vikur! :( Svo var það tónlistarsaga. Það styttist óðfluga í próf þannig að það kom sér mjög illa. Svo var það kóræfing. Það eru tónleikar eftir viku þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu slæmt það var! :( Og svo vinnan upp í Miðlun. Dagurinn í dag var skárri. Ég átti "bara" að vera á þremur stöðum í dag. Vinnan, söngtími og tónheyrn. En það var mjög slæmt að missa af söngtímanum, sérstaklega þar sem kennarinn minn var að gefa mér þennan tíma af því að ég missti inn úr út af vetrarfríinu. Og það er meira að segja bannað að bæta upp tíma vegna frís en hún ætlaði samt að gera það fyrir mig! Og svo var ég bara veik. :( Bömmer bömmer bömmer.... Og ég er ekkert að skána og ég er að fara í grímupartí á morgun. AAAAARRRRGGG!!!

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Áramótaskaupið!

Allir að horfa á áramótaskaupið í ár! :) Þá sjáið þið kannski kappklæddri klaka-Siggu Rósu bregða fyrir. Ég var að leika í lokaatriðinu áðan með kórnum mínum. Í rokinu og frostinu fyrir framan Hallgrímskirkju... Mér hefur aldrei á ævinni verið eins kalt!!! Ég er viss um (inn að beini!!!) að ef við tökum vindhraðann og frostið saman þá hefur verið 30°C!!!!!!!!!!!!


Og svo annað! Allir að mæta á tónleikana okkar! :) Það er hægt að nálgast miða hjá mér.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Heimsforeldri

Ég var að gerast heimsforeldri. :) Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Þá er ég bæði heimsforeldri og með SOS barn. :)

Ég vill endinlega hvetja fólk til að gerast heimsforeldrar. Maður styrkir um ca. 1000 kr. (það eru frjáls framlög en flestir styrkja um 1000 kr.) á mánuði. Það munar ekki svo um það. Þetta er ekki einu sinni ein bíóferð! (Með poppi og nammi...) En fyrir einn lítinn 1000 kall er t.d. hægt að bólusetja 60 börn á Indlandi. Og miðað við það að það deyja 30.000 börn á dag úr einföldum barnasjúkdómum sem væri hægt að útrýma með bólusetningu þá er ekki hægt að segja annað en að þeim 1000 kalli sé vel varið. Hver króna skiptir máli í þessu samhengi.

Það er hægt að skrá sig á unicef.is. Og koma svo fólk!!! ;) Manni líður vel á eftir! :)

mánudagur, nóvember 06, 2006

Alein heima

Ég er mikið búin að fárast yfir að ég er aldrei ein heima. Ef mamma er ekki heima þá er Þengill frændi heima. Svo núna um helgina varð ég loksins ein heima! Mamma farin út úr bænum og Þengill heim. Nú skyldi mín sko njóta þess að vera ein heima! En það fór nú ekki alveg þannig... Ég var ein heima, það vantaði ekki. En mér hundleiddist og vildi óska að einhver hefði verið heima... Furðulegt.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Jólin

Ég er farin að hlakka til jólanna. :) Ég er svooo mikið jólabarn. Mig langar svo að byrja að skreyta og setja upp seríur en mamma þvertekur fyrir það. Íhaldssemi alltaf hreint! Af hverju ekki að njóta skrautsins í sem lengstan tíma? Af hverju bara einn mánuð? Mér finnst það bara allt of stuttur tími.

Ég er líka farin að spá í jólagjafir. Ég er búin að spyrja nokkra um hvað þá langar í í jólagjöf og finnst sjálfsagt að viðkomandi hafi svar á reiðum höndum. Svo fæ ég náttla til baka: "En hvað langar þig í??". Og þá allt í einu finnst mér allt of snemmt að hugsa um það... ;p Furðulegt...

En jæja, hérna kemur þetta:

Hvað langar ykkur í, í jólagjöf??? :)

föstudagur, október 27, 2006

Bömmer

Bömmer bömmer bömmer. Ofurgóða fjáröflunarverkefnið mitt féll niður. :( Manneskjan sem við áttum að hringja fyrir hætti við! Piff! Ég hefði átt að fárast meira yfir þessu....

Stolt

Eins og ég er hneyksluð á kórnum mínum, þá er ég aldeilis stolt af kerlingunum á leikskólanum mínum. Það ætla fimm kellur að prófa úthringiverkefnið. :) Leikskólastarfsmönnum munar sko sannarlega um peninginn. En nota bene, þær hafa líka kannski meiri tíma til að standa í svona heldur en uppteknir háskólanemar...

Kórinn minn var (vonandi) að leggja loka hönd á geisladiskinn sem við ætlum að gefa út. Við stóðum í næstum sex tíma í gær. Ég var gjööööörsamlega búúúúúin þegar ég kom heim í gærkvöldi. Ótrúlegt hvað þetta tekur mikið á. Halda fullkominni athyggli allan tímann. Fylgja stjórnandanum, passa hvernig maður tæklar hvern tón, ekki gleyma textanum, passa að hafa langa þögn á eftir hverju lagi o.s.frv. Allt of margt að hugsa um. En ég vona bara af öllu hjarta að þetta sé búið og diskurinn komi út fyrir jól. :)

miðvikudagur, október 25, 2006

Fordómar!

Ég er ferlega svekkt á kórnum mínum. :( Okkur var að bjóðast ofurgóð fjáröflun sem fellst í úthringiverkefni. Við yrðum þá að hringja fyrir sjálfstæðisflokkinn. Ég skil svo sem þá sem vilja ekki hringja fyrir sjálfstæðisflokkinn, það er þeirra mál. En þeir sem ekki vilja gera þetta af því að þeir hata símasölufólk... Eða finnst þetta leiðinlegt... Ég hef oft verið í vinnu sem er ekki par skemmtileg. En maður lætur sig hafa það, ef það er vel borgað. Og að hata símasölufólk eru bara fordómar. Ég vinn við þetta á hverju kvöldi og þetta er einhver best borgaða og auðveldasta vinna sem ég hef komist í. Jú, það þarf örlítinn kjark (og þá meina ég bara örlítinn, ekki meira en það) til að gera þetta. En fólk sem syngur á tónleikum fyrir fleiri hundruð manns hefur þann kjark. Þannig að ég veit ekki hvað er að aftra þeim, annað en fordómar gagnvart símasölufólki. :( Synd og skömm. Mig sem langar svo að komast til útlanda með kórnum í vor.

fimmtudagur, október 19, 2006

Flensusprauta

Ég fór í flensusprautu í dag. Ég ætla sko að fyrirbyggja frekari veikindi þessum bæ, takk fyrir! En það er meira hvað þetta er óskemmtilegt samt. :/ Núna er handleggurinn minn með flensu. Hita og allar græjur. (Ég er viss um að hann myndi vera með hósta og hálsbólgu ef hann væri með háls...). En jæja, þetta gengur yfir. :)

sunnudagur, október 15, 2006

Kuldaskræfa

Ég er búin að komast að því að ég er kuldaskræfa. Þegar ég var yngri var ég alltaf kölluð kuldaskræfa en ég hélt að ég væri vaxin upp úr því. En svo er víst ekki, þrátt fyrir alla mína einangrun!
Í gærkvöldi þegar ég kíkti niður í bæ (kraftaverkin gerast enn) varð mér kalt. Sem er í sjálfu sér ekki í frásögufærandi nema fyrir það að mér ætlaði aldrei að hlýna aftur. Klukkutíma eftir að ég kom heim var mér ennþá kalt, þrátt fyrir að vera búin að liggja heillengi kappklædd undir sæng. Þá fór ég að hugsa til baka og velta þessu fyrir mér... Á morgnanna þegar ég vakna er mér kalt. Samt sef ég í buxum, bol og oft sokkum. Það fyrsta sem ég geri er að fara í úlpu og skó áður en ég fæ mér morgunmat... Er þetta eðlilegt??? Samt hlýnar mér ekkert. Tveimur og hálfum tíma eftir að ég vakna er ég orðin hlý, en ekki mikið fyrr. Svo rifjaðist líka upp fyrir mér allar athugasemdirnar sem ég hef fengið í vinnunni þegar ég er í útiveru. Ég er víst oft klædd eins og fyrir norðurpólferð. Þannig að niðurstaðan er sú að ég er ennþá kuldaskræfa.

föstudagur, október 13, 2006

Hamingjuóskir!

Ég óska eftir hamingjuóskum! Loksins lét mín verða að því að segja upp á Dominos!!!! :) Þrefalt húrra fyrir mér!

Ég eiginlega fékk bara nóg. Ég er búin að vinna þarna í fjögur ár og tel mig bara hafa staðið mig nokkuð vel. Fá mistök og velgengni í sölukeppnum. Svo núna í sumar er ég náttla búin að vera frekar mikið veik. Og auðvitað var Dominos alveg brjálað yfir því og ég fékk margar ansi niðrandi athugasemdir. Ekki það að ég skil svo sem alveg pirringinn, enda var ég sjálf orðin hundleið á að vera alltaf veik, en það er óþarfi að vera með dónaskap. Það er ekki eins og ég hafi verið að reyna þetta. Svo fór ég í kirtlatökuna. Og þá varð Dominos ennþá brjálaðara yfir því. Halló, ég var að gera eitthvað í málinu!!! Láta fjarlægja streptókokkana, sem þeir voru búnir að vera brjálaðir yfir í allt sumar!!! Og auðvitað fylgdu ennþá fleiri niðrandi athugasemdir og pirringur í kjölfarið. Þannig að á fyrstu vaktinni minni eftir kirtlatökuna sagði ég upp. :) Þeir eru örugglega guðslifandi fegnir að losna við mig. Enda lét ég ekki vaða yfir mig og var búin að vera í góðu sambandi við stéttarfélagið þegar verið var að brjóta á mér. Starfsmannastjórinn var að verða brjálaður á mér... En allavega, ég er fegin að vera laus við þá. ;p

mánudagur, október 09, 2006

Vitur eða vitlaus?

Rannsóknir hafa sýnt að heimsk fólk heldur því fram að það sé mjög gáfað. En gáfað fólk aftur á móti er ekki eins visst um gáfur sínar. Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé ekki svo vitlaus, og kannski bara frekar gáfuð... Þýðir það þá að ég sé heimsk...??

laugardagur, október 07, 2006

Farið!

Jæja, serumið er loksins farið. :) Það bara fór allt í einu einn morguninn í sturtunni. Furðulegt. En ég er allavega fegin.

þriðjudagur, október 03, 2006

Orðin sönghæf! :)

Jæja, þar kom að því! Ég er búin að þegja eins mikið og ég get síðan ég fór í þessa blessuðu hálskirtlatöku og syngja ekki neitt. Áðan fór ég svo í söngtíma. Og viti menn! Mín gat sungið! Jibbí! Og ég fór meira að segja á kóræfingu og allt saman á eftir! :) Og söngkennarinn minn segir að sennilega hafi röddin mín bara þykknað við þetta. Sem er gott...

Um helgina fór ég í kóræfingabúðir. Og ég var svakalega dugleg og söng ekkert! En þetta voru enga að síður furðulegustu æfingabúðir sem ég hef farið í... Í fyrsta lagi vorum við geðveikt fá um kvöldið! Einmitt þegar mesta stuðið var! Hvar voru eiginlega allir? Annað hvort hefur helmingurinn farið heim eða týnst í húsinu. Sem er vel mögulegt því það er svo stórt... Það var sem sagt fámennt en góðmennt. :) Ég skemmti mér allvega mjög vel. Í öðru lagi var þarna nýr kórmeðlimur fékk sér aðeins og mikið neðan í því... Honum tókst að brjóta rúm og gítar áður en hann ákvað að keyra heim... Furðulegt.

Á laugardaginn í æfingarbúðunum fór ég sturtu sem er í sjálfu sér ekki frásögu færandi. Nema hvað, ég hafði keypt eitthvað nýtt sjampó og þá fylgdi eitthvað með sem mín hélt að væri næring. Og auðvitað var stórum slurk af "næringu" skellt í hárið. Þá uppgötvaði ég að ekki var allt með felldu þar sem þetta virkaði engan veginn eins og næring. Ég ákvað því að skola þetta jukk úr hið snarasta en allt kom fyrir ekki! Það vildi ekki fara! Ég setti því sjampó aftur í hárið en ekkert virkaði. Þá ákvað ég að gera eins og dæmigerður Íslendingur og lesa leiðbeiningar, eftir á. Þar stóð að þetta væri einhvers konar serum til að fá hárið til að glansa. Og það glansar nú svo sem alveg! Það er eins og ég hafi borið olíu í hárið á mér! Mér líður eins og ég sé með geðveikt skítugt hár og er búin að þvo það nokkrum sinnum síðan á laugardag. En ekkert virkar. :( Einhverjar hugmyndir???

föstudagur, september 22, 2006

Atvinnutilboð!

Ég var að fá atvinnutilboð! :) Ég er að vinna á kvöldin í úthringiverkefnum hjá einkafyrirtæki. Ég er sem sagt ein af þessum pirrandi manneskjum sem hringja í ykkur á kvöldin og er að selja eitthvað. Og ég er búin að vinna þar í rúmt ár og líkar mjög vel. Og áðan þá tók aðalsölumanneskjan hjá fyrirtækinu mig afsíðis til að bjóða mér vinna þar á daginn líka. Við að selja auglýsingar og svoleiðis. :) Ég fæ örugglega miklu hærri laun þarna en á leikskólanum. Þannig að ég er að spá í að taka þessu bara! :) Þá er bara spurningin hversu fljótt ég get hætt á leikskólanum.
Þetta er mjög gaman. Að fá svona atvinnutilboð af því að ég stend mig svo vel í starfi. :)

fimmtudagur, september 21, 2006

Röddin mín!

Síðan ég fór í þessa blessuðu hálskirtlatöku hef ég verið undirlög af allskyns bólgum. Eyrun á mér eru bólgin, hálsinn auðvitað mjög bólginn og svo tungan! Tungan á mér er búin að vera mjög bólgin og þar af leiðandi hef ég átt í miklum erfiðleikum með að tala. Ég tafsa og á erfitt með að bera fram sum hljóð og þau fáu hljóð sem komast út hljóma asnalega út af bólgunum og sárunum í hálsinum. Niðurstaðan er sem sagt sú: ég hljóma eins og algjör hálviti! Og það fyndna er að ég fæ allt öðru vísi viðbrögð en ég er vön þegar ég tala við fólk í síma. Fólk sem þekkir mig er að vísu alveg eins en ég er búin að tala við nokkra ókunnuga líka. Og þeir koma fram við mig eins og ég sé þroskaheft. Mjög furðulegt. Mjög skiljanlegt miðað við hvernig ég hljóma, en það er samt furðulegt að láta tala svona við sig. Fyrst verður fólk tortryggið og veit ekki alveg hvernig það á að vera í símann. En svo fer það að tala við mig eins og ég sé barn...

En ég get með stolti tilkynnt að gamla góða röddin mín er á leiðinni aftur! :) Hægt en örugglega.

þriðjudagur, september 19, 2006

Egg

Jæja, þannig er mál með vexti að ég er með tvö stór göt í hálsinum á mér eftir þessa blessuðu aðgerð. Og mín ákvað núna áðan að vera voðalega sniðug og fá sér eggjahræru að borða. Það kom svo í ljós að það var ekki góð hugmynd. Hræran var ekki nógu vel maukuð. Og einn bitinn festist í öðru gatinu! Og ég get ekki með nokkru móti náð honum! Og hann sýnir ekki á sér neitt fararsnið heldur. Ég vona bara að hann grói ekki fastur við mig... Þá get ég allavega sagt með sanni að lítill hluti af mér sé hænuættaður...

mánudagur, september 18, 2006

4 á dag

Úff. Ég er komin upp í 4 parkódín forte á dag. Það er eins og 12 venjulegar parkódín! Ég verð farin að sjá bleika fíla og rökræða við ryksuguna ef þetta heldur svona áfram. Hvenær ætli þetta fari að byrja að lagast? Eins og er versna ég bara.

fimmtudagur, september 14, 2006

Myndrænt

Rófustappa

Fiskibollur og kartöflur


Oj...

Kirtlalaus

Jæja, þá er ég orðin kirtlalaus. Og svæfingin var í sjálfu sér ekkert mál. Ég lagðist bara á bekk og fékk æðalegg í handabakið. Svo kom svæfingarlæknirinn og sagðist ætla að gefa mér lyf, en að ég myndi ekki sofna af því. Það hefur örugglega verið svona kæruleysissprauta. Ég fann að ég varð öll dofin og svo man ég ekki meir... Ég hugsa að ég hafi bara sofnað af þessu kæruleysislyfi, þó að læknirinn segði að ég myndi ekki gera það. Það næsta sem ég man er hjúkrunarkona sem stendur yfir mér og segir mér að þetta sé búið. Mjög furðulegt. Sem sagt, svæfingin var ekki það versta. Að borða er aftur á móti algjörlega hræðilegt. Ég á að vera á fljótandi fæði eða mauki í viku til tíu daga! Ég er að drepast úr hungri en það er svo sárt að kyngja (líka vökva og mauki) að ég legg varla í það. Eins og er lifi ég á frostpinnum, abmjólk og barnamat. Svo er ég núna að sjóða mér rófur til að búa til stöppu. Vona að ég geti komið því niður. Ég prófaði í gær að mixa saman kartöflur og fiskibollur. Það var ágætt en samt eiginlega of þykkt til að ég kæmi því niður. Allar hugmyndir af girnilegum maukuðum mat eru vel þegnar.

mánudagur, september 11, 2006

Nálgast...

Jæja, þá nálgast stóri dagurinn. (Þ.e.a.s. kirtlatakan.) Ekki get ég sagt að ég hlakki til. Það verður jú gaman að vera laus við streptókokkana sem hafa verið óvelkomnir félagar mínir síðustu mánuði. Og jú, það verður gaman að losna við örfá kíló þar sem ég get bara lifað á fljótandi fæði... (Matmanneskjan ég á fljótandi fæði....? Horror!). Og sársaukinn er svo sem eitthvað sem hægt er að díla við. Það er svæfingin sem ég kvíði mest fyrir. Ég hef aldrei verið svæfð áður og mér finnst það hljóma mjög illa... Og ég verð alein! Mamma neitar að koma með! Segist þurfa að vinna. Piff! Í bæklingum sem ég fékk um aðgerðina stendur að foreldrar barnins verði hjá því þegar það sofnar og vaknar. Hvaða málið skiptir það að bæklingurinn er skrifaður fyrir tveggja ára gömul börn?! Ég er sko sannarlega barnið hennar mömmu minnar ennþá, þó ég sé tuttuguogtveggja!

fimmtudagur, september 07, 2006

Áskrifandi hjá lækni

Ég var svo ákveðin að reyna að lífga þetta blogg eitthvað upp. Mér fannst það orðið allt of fullt af sorgar(sjúkra)sögum. En það ætlar ekki að takast hjá mér. Þannig er mál með vexti að mér tókst að flýta kirtlatökunni minni fram í næstu viku. (Fer á miðvikudaginn!) Þar með hélt ég að gæfan hefði snúist mér í hag. En hún lét á sér standa í þetta skiptið.
Í morgun þegar ég var í rólegheitum að dúllast á Miklubrautinni, (það er ekki annað hægt um 8 leitið. Umferðin silast á svona 10 - 20 km/klst) heyrði ég hátt ískur og fékk eitt stykki bíl beint á rassinn á mér. Litli sæti læmgræni pólóinn minn hentist áfram og ég fékk slink á hálsinn. Og þar með var ég aftur komin í samband við lækninn minn. Og komin á rótsterk bólgueyðandi lyf og á að láta skoða þetta eftir viku. Ég er sem sagt orðin áskrifandi hjá læknum næstu vikurnar. Ef það er ekki hálsbólga eða streptókokkar eða kvef eða kirtlataka þá er það árekstur. Ætli það sé enginn kvóti á óheppni...?

föstudagur, september 01, 2006

Föstudagur

Jess jess jess!!! Föstudagur! Ég ætla sko að sofa úúúúút á morgun...

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Pensilínofnæmi

Jæja, þar kom að því að mín fékk ofnæmi fyrir pensilíni. Ég var sem sagt komin með streptókokka í ég veit ekki hvaða sinn og fór á pensilín. Daginn eftir vaknaði ég öll út í útbrotum og klæjaði alveg svakalega í þau! Ég dreif mig til læknis og hann sagði að ég væri komin með ofnæmi fyrir pensilíni og kæmi til með að vera með það alla ævi... Ekki gaman. :( En þetta var ekki mjög traustvekjandi læknisheimsókn... Þegar hann sá útbrotin fórnaði hann höndum og hristu hausinn. Það er alls ekki gaman að sjá lækninn sitt gera svoleiðis.... Eini ljósi punkturinn við þetta er að ef ég fæ streptókokka aftur (sem ég geri pott þétt) þá verður kirtlatökunni hugsanlega flýtt. :)

Svo er skólinn að byrja í næstu viku. :) Ég hlakka geðveikt til! Jafn vel þótt að ég hljómi eins og ryðguð plata eins og er... En vonandi verð ég orðin sönghæf eftir áramót.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Sjúkrasaga

Jæja, hérna kemur sjúkrasagan mín:

Rétt fyrir söngprófið mitt fæ ég fyrstu streptókokkasýkinguna mína. Ég var gjörsamlega miður mín! Sá fyrir mér skólagjöld og prófgjöld skolast niður niðurfallið en sem betur fer tókst mér að taka prófið og stóðst það! :) Ég kláraði seinustu pensilíntöfluna morguninn sem ég fór til Finnlands. Um 4 dögum seinna byrjaði ég að finna fyrir óþægindum í hálsi, sama dag og kóramótið í Vaasa byrjaði! Ég svaf eins mikið og ég gat til að reyna að hrista þetta af mér og hélt að það hefði tekist. Í flugvélinni á leiðinni heim til Íslands var ég komin með 39 stiga hita. Ég lá með hátt í 40 stiga hita í 3 daga og svo með hitavellu og slappleika í aðra 5. Þetta var streptókokkasýking nr. 2. Jæja, mér tókst að halda mér frískri í 1 viku. Þá byrjaði ég að finna fyrir óþægindum aftur. Daginn áður en ég fór til Barcelona fór ég til læknis og hann staðfesti streptókokkasýkingu nr. 3. (Eruð þið byrjuð að sjá munstur???) Jæja, ég byrjaði að bryðja pensilín og verkjatöflur aftur og tókst að halda mér nokkuð hressri. Eftir að pensilínkúrnum lauk tókst mér að vera nokkuð hress í 2 vikur! (Persónulegt met!!). Þá byrjaði ég að verða slöpp aftur og fá gamla sviðann í hálsinn. Ég treinaði það að fara til læknis í eina viku. Var í eins konar afneitun. Þetta bara gat ekki verið að koma aftur!!! En á endanum fór ég. Og viti menn, streptókokkasýking nr. 4 var hér með staðfest. Í þetta skipti dró ég mömmu með mér til að láta taka strok úr henni líka. Því sumir eru gangandi smitberar fyrir streptókokka án þess að finna neitt fyrir því sjálfir. En mamma reyndist saklaus en var samt sett á penilín til öryggis, henni til mikillar ama. Læknirinn sagði mér líka að viðmiðið fyrir hálskirtlatöku var 6 sýkingar á TVEIMUR ÁRUM!!! Og ég var strax komin með 4 á einu sumri! En jæja, við mamma kláruðum lyfjakúrinn samviskusamlega og ég taldi mig vera nokkuð seif. Viku seinna var ég ekki svo viss. Ég dreif mig því aftur til læknis og fékk streptókokkasýkingu nr. 5 staðfesta. Núna var ég sett á 15 daga pensilínkúr í stað 10 daga og var ráðlagt að fara til háls-nef-og-eyrnalæknis. Ég fékk tíma strax daginn eftir! (Ótrúleg heppni!) Hann leit í hálsinn á mér í 2 sek. og bókaði mig svo í hálskirtlatöku 11. okt. Loksins losna ég við þessa fjandans kirtla!!! En því miður verð ég að taka mér tveggja vikna frí frá Söngskólanum, kannski lengra. :( Svo spurði læknirinn mig hvort að ég gæti ekki bara sjúkdómsgreint mig sjálf, hvort að ég þekkti ekki einkenni streptókokkasýkingar orðið nógu vel til þess. Ég svaraði því játandi og hann lét mig fá fjölnota pensilínseðil til þess að ég þyrfti ekki alltaf að vera að fara til læknis. Mjög þæginlegt. En jæja, ég hélt áfram að taka penilínið en samt hurfu einkennin ekki. Svo fór hálsinn á mér að bólgna upp. Og svo handakrikarnir. Mér leist nú ekki alveg orðið á blikuna og ég hringdi í lækninn minn. Hann sagði mér að koma strax. Ég dreif mig til hans og hann sagði að ég væri komin með eitlabólgur út af öllum þessum streptókokkasýkingum og pensilíni. (Til hvers eru eitlar eiginlega??) Pensilín er sem sagt hætt að virka á mig og ég var sett á eitthvað nýtt lyf sem ég þarf að taka fjórum sinnum á dag og er helmingi verri í maganum af! Og ég er komin með hita, kvef og flensu, þrátt fyrir öll lyf! Og til að bæta gráu ofan á svart virðast vinnuveitendur mínir ekki sætta sig við öll þessi veikindi og heimta læknisvottorð og endalausar trúnaðarlæknisheimsóknir. Ég var t.d. að koma frá trúnaðarlækni Dominos fyrir klukkutíma. Ég hef aldrei upplifað styttri læknisheimsókn! Hann kíkti á sjúkrasöguna mína og baðst svo innilega afsökunar á því að hafa ónáðað mig og sagði að hann hefði aldrei beðið mig um að koma ef hann hefði vitað þetta. Hann gaf sér varla tíma til að kíkja í hálsinn á mér, hvað þá meira. Enda sagði sjúkrasagan allt sem segja þurfti!

Og ég sit heima með höfuðverk, hita, stíflað og eldrautt nef og auðvitað streptótokkasýkingu í hálsinum. Ætli ég verði ekki svona fram í október?? :(

mánudagur, júlí 31, 2006

Hringferð um landið

Jæja, þá er sumarfríinu mínu lokið. Ég nennti svooo ekki að fara í vinnuna í morgun. En þar endaði ég nú samt. :(

En ég gerði nú alveg fullt í fríinu! :) Ég fór hringinn. Mjög gaman. Ég fór með ömmu, afa, mömmu og Þengli. (Ekki kisu-Þengli heldur frænda-Þengli...). Við byrjuðum á því að bruna á Klaustur þar sem við tjölduðum og grilluðum. Daginn eftir fórum við á jeppanum hans Þengils inn í Laka. Það var stórkostleg ferð. Mér leið að vísu eins og málningu í málninghristara á köflum en það var bara gaman. Það er mjög mikil náttúrufegurð þarna. Stórfurðulegt landslag. Minnir doldið á Veiðivötn, enda bæði svæðin hamfarasvæði. Þetta er víst stærsta gos á jörðinni á sögulegum tíma. Olli meðal annars móðuharðindunum; dauða 80 % fjár, 70 % hesta, 50 % kúa og 20 % landsmanna. Þvílík hraunbreiða! Hún liggur til allra átta eins langt og augað eygir! Við lentum að vísu í þoku þannig að útsýnið var ekki alveg nógu gott en við gátum nú samt talið þónokkra gíga. Svo skoðuðum við einn sem var áþekkur Ljótapolli. En það merkilegasta fannst mér samt að ég er afkomandi eldprestsins sem messaði á Klaustri þegar hraunið kom rennandi úr sitthvorri áttinni í átt að Klaustri. Og þar stoppaði hraunið, hvort sem það var fyrir tilstilla prestsins eða einhvers annars. :p Og það er hægt að sjá á landakorti hvernig hraunið kemur úr sitthvorri áttinni í átt að Klaustri. Mjög fróðlegt. Daginn eftir Laka fórum við svo á Egilsstaði og hittum Jón Garðar, Nínu, Helga og Pétur. Þau buðu okkur í mat og þar borðuðum við dýrindis læri. Svo fórum við að skoða Skriðuklaustur þar sem fornleifabækurnar fundust í mánuðinum. :) Það var líka mjög gaman. Við gátum skoðað ofan í opna gröfina og séð hauskúpu og allt! Spúúkí!! :p Svo var brunað á Mývatn og svo heim. Fínasta ferð! =)

Jæja, ætli þetta sé ekki komið gott. Ég er búin að vera meira og minna netlaust seinustu tvær vikurnar. Ég var vön að fara á netið í vinnunnu en svo fór ég í sumarfrí. Þá ætlaði ég að fara á netið heima en komst að því að það vantaði módem í nýju fínu tölvuna mína! Mín ætlaði sko að fara að rífa sig en þeir í Bt sögðu að það hefur ekki verið módem í borðtölvum í eitt og hálft ár, bara netkort fyrir ADSL. Það er ekki gert ráð fyrir að fólk sé með svona gamaldags innhringi netþjónustu... ;p

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Ný tölva!!!! :)

Ég keypti mér tölvu í gær!!!!!! Ég er svo glöð!!!! :D Það var virkilega virkilega virkilega komin tími til að endurnýja hjá mér. Seinast keypti ég mér tölvu fyrir fermingarpeningana mína.... Fyrir 8 árum.... Uss suss! Þvílíkur munur á þessari nýju og gömlu fornaldarvélinni! Og ég er með flatskjá, þráðlausa mús, þráðlaust lyklaborð og ljósmyndaprentara!!! Himnaríki!!!! =)

mánudagur, júlí 03, 2006

Bikiní

Fyrir Barcelonaferðina ákvað ég að kaupa mér bikiní. Ég gat bara ekki hugsað mér að vera í sundbol á ströndinni! Svo langaði mig líka í smá lit á bumbuna. En jæja, mín fór á stjá og leitaði í helstu undirfatabúðum auk Hagkaupa og Debenhams. Og alls staðar mætti mér sama svarið! Þykkum konum er ekki ætlað að ganga í bikiní! Ég nota stærð 90 D en hvergi fann ég bikiníbrjóstarhaldara sem fór upp fyrir 85. Mér fannst þetta heldur súrt þar sem ég tel mig nú ekki vera neitt afburða feita þó að maður sé nú með eitthvað til að grípa í! En mér leið eins og hval innan um allar þessar horuðu 15 ára stelpur sem voru að afgreiða mig og litu á mig furðulostnar þegar ég bað um 90 D! Ég sá fyrir mér að ég yrði að láta mér sundbolinn duga og sætta mig við hvítan maga. En ákvað nú samt að gera seinustu tilraun og fór í Selenu. Ég fór þar inn heldur vonlítil og spurði um bikiníbrjóstarhaldara í 90 D. Afgreiðslukonan horfði á mig smá stund heldur furðuleg á svipinn. Jú, þau átti það til. Nú glaðnaði yfir minni og ég fór strax með djásnið inn í klefa til að máta. En viti menn, hann passaði engan veginn! Ég skyldi ekkert í þessu og fór að prófa mig áfram með hinar ýmsu stærðir en ekkert gekk. Það endaði með að afgreiðslukonan æddi inn í klefann hjá mér alls ófeimin og tilkynnti mér að ég væri sko bara alls ekkert í 90 D! Ég sagðist nú sko halda það enda allir brjóstarhaldararnir mínir í þeirri stærð. Hún þvertók fyrir það og kom með bikiníbrjóstarhaldara í stærð 75 E! Ég hélt að manneskjan væri að missa vitið! 75 er stærð fyrir 14 ára örþunnar og flatbrjósta stelpur, ekki fyrir 22 ára þrýstna og stórbrjósta konu! Ég myndi sko aldrei fylla upp í skálarnar eða geta hneppt honum að mér. En ég þorði ekki annað en að máta enda var afgreiðslukonan mjög ákveðin á svipinn. Augun ætluðu út úr höfðinu á mér þegar haldarinn passaði! 75 E! Það var þá! Stærri skálar og minna ummál!! Ég keypti settið með góðri samvisku og talsvert betra sjálfsálit. Enda var ég mjög glæsileg á ströndinni í Barcelona! :)

föstudagur, júní 30, 2006

Ormur!

Jæja, ég er komin heim frá Barcelona. Ferðasagan kemur ekki núna. Kannski ég nenni að skrifa hana seinna. En ég get staðfesta að það var mjög gaman. Ég varð líka fyrir nýrri reynslu! Fyrsta flugnabitið mitt! Ég hef aldrei verið bitin áður enda alltaf haldið því fram að ég sé einstaklega vond á bragðið. Þess vegna fannst mér þetta frekar spennandi - alveg þangað til mig fór að klæja. Þá var þetta ekki alveg eins gaman. En jæja, þetta var svo sem ekkert stórt. Meira svona eins og bóla með pínu litlu gati í miðjunni. Svo kom ég heim. Stuttu eftir það fór mig að klæja alveg ógurlega. Ég skyldi ekki hvað þetta átti að þýða. Um kvöldið þegar ég fór að athuga málið sá ég að þetta var flugnabitið! Og það hafði stækkað heil mikið. Var orðið um 1 cm hátt, 5 cm í þvermál og litla gatið í miðjunni var orðið eins og eftir sláturnál! Ég skyldi ekkert hvaða læti þetta voru en hélt að þetta væri sjálfsagt eðlilegt, enda aldrei lent í neinu skordýrabiti áður. Daginn eftir var bitið ennþá jafn stórt og komin rauð lína út frá því, eins og það væri að breiða úr sér. Núna var mér ekki farið að lítast á blikuna. Ég sá fyrir mér að eitthvað hefði verpt inn í mig og væri núna farið að skríða um. Næstu daga lengdist línan og lengdist. Ég var búin að ákveða að panta mér tíma hjá lækni og láta kíkja á þetta. Því ég kæri mig sko sannarlega ekki um nein snýkjudýr! En núna get ég með stolti tilkynnt að bólgan og línan fara minnkandi. Þessi blessaði ormur hefur sjálfsagt komist að því the hard way að ég er gjörsamlega óæt og gefist upp á lífninu eftir það. Ég er mjög fegin, enda veit ég ekki hvað ég hefði gert ef eitthvað hefði komið skríðandi út til að kíkja á lífið fyrir utan!

þriðjudagur, júní 13, 2006

Barcelona

Núna er þetta að styttast! Ég fer á laugardaginn 17. júní til Barcelona! Ég hlakka svooo til!!!! :)

þriðjudagur, maí 30, 2006

Ferðasaga

Jæja þá er ég komin heim frá Finnlandi. Hérna kemur smá ferðasaga:

19.05.06
Vaknað kl. 02:30 (óguðlegur tími til að vakna á). Mætt niður í Kópavog um kl. 03:30. Um kl. 04:00 kom rútan og sóttu mig og keyrði út á flugvöll. Við fórum í loftið rúmlega sjö. Ég skil ekki af hverju það þarf að fljúga svona snemma! Við lentum í Stokkhólmi um 3 tímum seinna. Svo tókum við rútu niður í bæ og svo niður á höfn. Stuttu seinna fórum við í borð í Gabríellu, sem er flottasta skip sem ég hef komið á. Við vorum á neðstu hæð (vélardekk neðst, svo við og svo tvö bíladekk og svo aðarar káetur) þannig að við fundum ekki svo fyrir veltingi. Svo kom fullt af búið, allt taxfree. Svo voru næturklúbbar með lifandi tónlist, karioki bar, fullt af veitingarstöðum, sundlaugar-sauna-bar-klúbbur, all you can eat and all you can drink (líka áfengi) hlaðborð. Þetta var æði! Samt var það geiðveikt furðulegt að ég var með sjóriðu í svona 2 daga á eftir. Stundum þegar ég sat eða þegar stóð kyrr leið mér eins og ég væri enn á skipinu. Skrýtin tilfinning...

20.05.06
Gabriella lagði að höfn í Helsinki. Við fundum hótelið okkar og fórum svo að stað í skoðunarferð. Megnið af deginum fór í að læra á sporvagna-, strætó- og neðanjarðarlestarkefið og finna sér hluti sem maður vildi skoða seinna. Sporvagnar eru furðuleg fyrirbæri. Ég var dauðhrædd við þá, en það er ótrúlega þæginlegt að ferðast með þeim. Svo ferðaðist ég í fyrsta skipti með neðanjarðarlest! :) Ótrúlega auðvelt og sniðugt! Svo var náttla Eurovision um kvöldið. Það var mjög gaman að vera í höfuðborg Finnlands þegar Lordi vann! :) Allir flautandi út um allt, allir öskrandi Lordi og hallelúja. Um miðjan dag daginn eftir voru sumir ennþá að. Ég held samt að á meðan á sjálfri keppninni stóð vorum við miklu spenntari en Finnarnir. Þeir urðu örlítið spenntari meðan stigagjöfin var. En við fögnuðum samt miklu meira en þeir þegar Lordi vann. :) Við höfum kannski verið á svona rólegum bar. Finnarnir horfðu meira á okkur en keppnina... :p En allavega, áfram Lordi!! Þetta er það næsta sem íslendingur getur komist því að vinna Eurovision, að vera í landinu sem vinnur! :)

21.05.06
Við fórum í Linnanmäki, sem er tívolíð. Ég hélt ég myndi deyja úr spenningi! Tívolíið sjálft var að vísu ekkert allt of stórt, en alveg nóg samt til að verða spennt yfir. :) Það var fullt af rússíbönum og svona turn sem skýtur manni 60 m upp í loftið. Annars leið dagurinn nokkurn veginn bara í sælumóðu. Fyrir utan þegar ég asnaðist í vatnsrússíbanann. Við höfðum nokkur farið í svona hálfgert rafting og orðið doldið blaut þar. Þess vegna ákvað ég, galvörsk, að smella mér í vatnsrússíbanann, svona rétt áður enn ég þornaði. Ég ákvað svo að vera geðveikt klár settist aftast og ætlaði að láta fremsta fólkið taka allar gusurnar. En það fór sko ekki þannig. Þegar rússíbaninn skall í vatnið, þeyttist upp svakaleg alda sem fór yfir allan bátinn (án þess að bleyta fremsta fólkið neitt að ráði) og endaði í sætinu hjá mér. Ég gat undið fötin mín á eftir. Aldrei að setjast aftast í vatnsrússíbana! (Eða bara aldrei að fara í vatnsrússíbana.) Eftir tívolíið fórum við út að borða á mexíkóskan stað og svo fór ég heim. Var komin heim milli 10 og 11 um kvöldið og var þá ennþá rennandi blaut. Iss piss!

22.05.06.
Í dag fórum við með ferju út í einhverja eyju rétt fyrir utan Helsinki. Það var mjög gaman. Við skoðuðum gamlan kafbát, fallbyssur og gömul virki. Svo fundum við okkur grasblett og borðuðum nestið okkar. Þá var kominn hrollur í fólk og við ákváðum að fara í leiki til að halda á okkur hita. Hókí pókí og Fram fram fylking urðu fyrir valinu. Nokkrir Finnar stoppuðu til að horfa á okkur. :) Hver segir svo að við vekjum ekki athyggli þegar við ferðumst erlendis! :p

23.05.06
Þetta var nú ekki beint spennandi dagur. Í fyrsta lagi var ausandi rigning. Í öðru lagi eyddi ég megninu af deginum í rútu á leið til Vaasa. Í þriðja lagi var ekkert að sjá nema tré! Þegar við komum til Vaasa skánaði þetta aðeins. Hótelið sem við vorum á var svakalega flott. Við sváfum að vísu í einni stórri flatsæng en hótelið sjálft var samt mjög flott.

24.05.06
Í dag hófst kóramótið! :) Það var mjög gaman að sjá alla hina kórana. Það var japanskur kór þarna sem var mjög góður, en auðvitað vorum við best. ;p Ég gat samt ekki mikið sungið, þar sem ég var að drepast í hálsinum. :( Streptókokkarnir að taka sig upp aftur. Ég var því voða þæg og fór snemma að sofa meðan flestir fóru á djammið til að halda upp á að við værum best.

25.05.06
Í dag var annar í kóramóti. Og auðvitað vorum við ennþá best. :) Þrátt fyrir að ansi margir væru þunnir eftir djamm gærdagsins. Um kvöldið fórum við svo út að borða á kínverskan stað og svo kíktum við aðeins út á lífið. Það var mjög gaman. Við fundum stað sem hét Olivers inn, þar sem bjórinn kostaði aðeins 2 eða 3 evrur. :)

26.05.06
Þetta var mjög skemmtilegur dagur. Ég byrjaði daginn rólega og svaf út. Svo kíkti ég aðeins í HM og fleiri skemmtilegar verslanir en verslaði nú samt ekki mjög mikið. Svo fórum við upp í einhvern turn þar sem við sáum yfir alla borgina. :) Það var mjög gaman. Svo var líka útimarkaður á torginu. Þar fann ég Lordi-bol. :D Loksins! Ég var búin að vera að leita að einhverju Lordi-dóti frá því í Helsinki!

27.05.06
Í dag fórum við að skoða gamla bæinn. Það var ágætt, en ekkert brjálæðislega gaman. Þetta voru mjög flottar byggingar samt. :) Um kvöldið fórum við svo á tónleika, búlgörsku ívurnar! Mér fannst þær geðveikar, þó að allir hefðu ekki verið eins hrifnir og ég. Svo strax á eftir fórum við á aðra tónleika þar sem við sáum meðal annars ítalskan karlakór. Hann var mjög góður en það furðulegasta við hann var að stjórnandinn stóð inn í hópnum og stjórnaði þaðan þannig að áhorfendurnir sáu ekkert. Ég sá þetta bara af því að ég var svo langt út á hlið og gat séð hendurnar á honum. Furðulegt! Svo eftir tónleikana var ball. Japanski kórinn var þar. Við vorum öll að reyna að tala við þau og dansa. Það var samt svo greinilegt hvað þeirra menning er öðruvísi en okkar. Þau til dæmis dreifðu nafnspjöldum með heimilis- og netföngum í gríð og erg. Og þau leistu næstum alla sem þau töluðu við út með smágjöfum. Mér skildist á Gísla (sem hefur verið í Japan) að þetta væri hefð hjá þeim. Ég fékk blævæng og skrautkarla. :)

28.05.06
Í dag fórum við í Tropiclandia sem átti að vera spa og vatnsleikjagarður. Við borguðum 9 evrur inn og ég labbaði vongóð út úr klefanum. En ekki fannst mér þetta 9 evru virði. Það var bara ein rennibraut opin. Að vísu var skeiðklukka á henni þannig að maður gat séð hversu lengi maður var en 9 evrur?? Svo var þarna bar. Það eina sem mér fannst vikrilega skemmilegt og hefði ekki vilja sleppa var að á klukkutíma fresti kom öldugangur í lauginni. Og engar smá öldur! :) Það var mjög gaman. Svo voru auðvitað nokkur sánu og svoleiðis en nuddið var lokað. :( En ég skemmti mér samt mjög vel.

29.05.06
Þá var heimferðardagurinn runninn upp og 10 daga Finnlandsferðinni lokið. Við flugum frá Vaasa til Svíðþjóðar með lítilli flugvél. Svo flugum við frá Svíþjóð til Íslands. Og í fluginu á leiðinni heim var ég komin með bullandi hita. :( Það kom mér í sjálfu sér ekki mikið á óvart þar sem ég var búin að vera hálf ræfilsleg. Um kvöldið var ég komin með 40 stiga hita. :(

mánudagur, maí 15, 2006

Prófið

Jæja, þá er prófið búið. Mér tókst að komast nokkuð áfallalaust í gegnum það, þrátt fyrir. Núna get ég farið að hlakka til Finnlandsfararinnar af alvöru!!! :) Eldsnemma á föstudaginn verð ég flogið burt! Jibbí! Og svo fer ég til Barcelona í júní!!! Nýkomin heim og strax út aftur! :) This is Life!!!

þriðjudagur, maí 09, 2006

Why me??

Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta?!? Ég er komin með streptókokka!!! Og ég er að fara í söngpróf! Og það eru engin sjúkrapróf! Þetta er svooo ósanngjarnt. Sem betur fer tókst mér að fresta prófinu um einn dag. Og ég er í þagnarbindindi fram að því, sem þýðir að ég get ekki æft mig neitt. :( Bömmer bömmer bömmer. Eins gott að þetta pensilín virki eins vel og læknirinn sagði. Í versta falli verð ég ósönghæf og verð að taka prófið á næsta ári. *sniff*

föstudagur, maí 05, 2006

Martröð

Ég fékk HRÆÐILEGA martröð í fyrri nótt. Mig dreymdi að ég væri að fara í söngprófið mitt (sem ég er að fara í á miðvikudaginn!!!!!!) Það var bara klukkitími í prófið og ég uppgötvaði að ég hafði gleymt að læra eitt lagið... *brrr* Hræðileg tilhugsun! Ég vaknaði upp, skelfingu lostin, og sofnaði ekkert aftur. :( Þetta sat svo fast í mér að ég nýtti allan frítímann minn í að æfa mig fyrir prófið, og passaði að gleyma engu!

miðvikudagur, maí 03, 2006

Prófkvíði!!!

Úff! Úff! Úff!!!! Ég er að fara í söngpróf eftir viku!!! Miðvikudaginn 10. maí kl. 10, nákvæmlega. Ég er með hnút í maganum, sveitt í lófunum, máttlaus í skrokknum, föl í framan með skelfingarsvip... Er þetta eðlilegt?!?

þriðjudagur, maí 02, 2006

Finnland!!!

Guð, hvað ég er farin að hlakka til! Aðeins 17 dagar þangað til að ég fer út!

Finnland! Bjór! Finnland!!! Jibbí!!!

föstudagur, apríl 28, 2006

:

Sigga Rósa --
[adjective]:

Insatiable to the point of crazy

'How" will you be defined in the sexual dictionary?' at QuizUniverse.com

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Lífshlaupið

( ) reykt sígarettu
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl (foreldranna)
(x) verið ástfangin
(x) verið sagt upp af kærustu
( ) verið rekin
(x) lent í slagsmálum
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
( ) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x ) haldið kaffiboð
( ) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru (geit)
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) lent í bílslysi (alveg satt)
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
(x) fengið deja vu
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum (bæði íslenskum og erlendum... :p)
(x) fundist þú vera að deyja
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum (ég vinn á leikskóla...)
(x) sungið í karaókí
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni/fjörunni
(x) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk (en mig langar! Hver kemur með??)
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) pissað úti

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Hmmm

How Will I Die Quiz
You will die at the age of 35
You will die in a freak accident involving Ryan Seacrest
Find out how you will die at Quizopolis.com
http://www.quizopolis.com/how_will_i_die_quiz.php

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Hjólið

Í gær ákvað ég svona upp úr þurru að fara út að hjóla. Ja, kannski ekki alveg upp úr þurru... Söngkennarinn minn og undirleikarinn minn eru báðir búnir að benda mér á (skamma mig fyrir) að ég er ekki í nógu góðu formi fyrir söng. Sem er fúlt þar sem tónlist er mín hilla í lífinu en hreyfing og íþróttir er eitthvað sem ég hef aldrei skilið og aldrei haft gaman að. En þar sem ég ætla mér að verða góð söngkona einhvern tíma ákvað ég að fara út að hjóla. Það er þó byrjunin. Svo að mín smellti á sig hjálmi og vettlingum (ótrúlega pró) og hjólaði sér einn 20 mín. hring. Það var ógeðslega erfitt. Djöfull er ég í lélegu formi. Iss piss. En ég komst þó allan hringinn sem mér finnst ágætt... Í morgun aftur á móti vaknaði ég upp mjöööög svo aum eftir bölvað hjólið. Ég skil ekki hvernig ég gat verið endalaust hjólandi þegar ég var yngri. Ég held bara að ef ég ætli mér að hjóla mikið verði ég að kaupa mér mýkri hnakk. Annars er hætt við að ég fari að ganga mjög annarlega...

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Furðurlegt frí

Ekki var þetta nú gæfulegt páskafrí. Ég eyddi því í að vera veik. Fyrst flensa með tilheyrandi nefrensli og hæsi. Svo maga- og ælupest. Ég náði einum degi nokkuð hress á milli flensunnar og ælunnar. Föstudagurinn langi. Hann hefði alveg mátt vera lengri fyrir mér. En skemmtilegur var hann enda eyddi ég honum í góðra vina hópi. :) Skál fyrir því!

sunnudagur, apríl 16, 2006

?

Æla, gall, æla. Var ég virkilega svona full?

miðvikudagur, apríl 12, 2006

...

Úff hvað mér leiðist. Það er ekkert að gera í vinnunni minni, aldrei þessu vant... (Tvö blogg á einum degi segir ýmislegt...) ;p

Páskafrí!!!

Loksins, loksins er að koma páskafrí. Ég hlakka svo til. :) Ég held bara að ég hafi aldrei verið að vinna svona lítið um páskana. Ekki síðan ég var í FSu. Gaman að þessu. :)

fimmtudagur, mars 30, 2006

Tónleikar!!! :)


Tónleikar Háskólakórsins á laugardaginn 1. apríl kl. 17