sunnudagur, október 15, 2006

Kuldaskræfa

Ég er búin að komast að því að ég er kuldaskræfa. Þegar ég var yngri var ég alltaf kölluð kuldaskræfa en ég hélt að ég væri vaxin upp úr því. En svo er víst ekki, þrátt fyrir alla mína einangrun!
Í gærkvöldi þegar ég kíkti niður í bæ (kraftaverkin gerast enn) varð mér kalt. Sem er í sjálfu sér ekki í frásögufærandi nema fyrir það að mér ætlaði aldrei að hlýna aftur. Klukkutíma eftir að ég kom heim var mér ennþá kalt, þrátt fyrir að vera búin að liggja heillengi kappklædd undir sæng. Þá fór ég að hugsa til baka og velta þessu fyrir mér... Á morgnanna þegar ég vakna er mér kalt. Samt sef ég í buxum, bol og oft sokkum. Það fyrsta sem ég geri er að fara í úlpu og skó áður en ég fæ mér morgunmat... Er þetta eðlilegt??? Samt hlýnar mér ekkert. Tveimur og hálfum tíma eftir að ég vakna er ég orðin hlý, en ekki mikið fyrr. Svo rifjaðist líka upp fyrir mér allar athugasemdirnar sem ég hef fengið í vinnunni þegar ég er í útiveru. Ég er víst oft klædd eins og fyrir norðurpólferð. Þannig að niðurstaðan er sú að ég er ennþá kuldaskræfa.

1 ummæli:

Jon Olafur sagði...

Mæli með heitri sturtu eða heitu baði á morgnanna