fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Tveimur tönnum fátækari...

Ég hef aldrei verið hrædd hjá tannlæknum - alveg þangað til um daginn. Enda hef ég aldrei þurft að láta gera neitt stórt við tennurnar mínar - alveg þangað til um daginn. Ég hef verið, eins og flestir á mínum aldrei, að taka endajaxla undanfarin ár. Og þeir hafa aldrei verið til vandræða - alveg þangað til um daginn. Þá tók einn jaxlinn upp á því að fara að angra mig og ég varð stokkbólgin og rosalega aum. Þannig að ég ákvað nú að láta kíkja á hann. Og ég var varla búin að opna munninn þegar tannlæknirinn sendi mig heim með stóran skammt af sýklalyfjum og sagði mér að ég yrði að koma aftur eftir 10 daga til að láta rífa úr mér tvo endajaxla! Í fyrstu fannst mér það nú svo sem ekkert mál. En þegar það fór að líða að tanntökunni fór stressið að gera vart við sig. En annars varð ég eiginlega ekkert hrædd, ekki fyrr en hann var búinn að deyfa mig. Þá einhvern veginn rann það upp fyrir mér að það var að fara að rífa úr mér tvo jaxla. Þannig að ég skalf og nötraði eins og hrísla og varð lafmóð eins og eftir maraþonhlaup! Ég eiginlega hálf skammaðist mín fyrir þetta en tannlæknar eru sjálfsagt vanir svona. Svo byrjaði hann að rífa. Og bara allt í einu var einn jaxl farinn. Og svo næsti. Og það var bara eiginlega ekekrt stórmál... Það eina sem var ógeðslegt var að heyra brestina sem bergmáluðu í höfðinu á mér... Frekar óhugnalegt...

Engin ummæli: