mánudagur, nóvember 05, 2007

Barmmikil mjóna

Mér tókst í vor að létta mig um örfá kíló. Þau komu að vísu fljótt aftur en hvað um það. Ég man bara eftir því hvað það var pirrandi að finna engan mun á fötunum mínum. Allar buxur voru áfram jafn þröngar og magamálið það sama. Fuss og svei. Eini munurinn sem ég fann var að ég fyllti ekki lengur upp í brjóstarhaldarann minn... Algjörlega típískt! Eini staðurinn sem maður er þokkalega sáttur við að sé breiður, hann þarf endinlega að minnka fyrst!
Núna aftur á móti er þetta allt annað. Ég líka búin að missa örfá kíló síðan ég byrjaði á Herbalife en í þetta skipti fara þau af réttum stöðum. 10 cm bara yfir magann takk fyrir! En bara 1 cm yfir brjóstin. :) Algjörlega fullkomið! Bíðið þið bara, ég verð barmmikil mjóna á tónleikunum mínum í vor! :D

Engin ummæli: