fimmtudagur, desember 13, 2007

Sorglegt

Ég hef svo sem ekki mikið fylgst með umræðunni í þjóðfélaginu upp á síðkastið um feminista en mér finnst samt að hvað það er að vera feministi hafi týnst í umræðunni. Hérna kemur smá skýring:

Feministi er sá sem vill jafnrétti, bæði fyrir konur og karla. Dæmi: Sömu laun fyrir sömu vinnu, fæðingarorlof fyrir bæði kyn o.s.frv.

Og ég held að allir vilji þetta. Þannig að í raun eru allir feministar. Allt annar handleggur eru svo kvenréttindakonur. Þær vilja sérstök kvenréttindi. Enn annar handleggur eru svo karlremburnar sem allir vita hvað er. En feministi er sá sem vill jafnrétti, jafnvægi.

Engin ummæli: