þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Örlar á kvíða

Ég verð nú að viðurkenna það, að það er farið að örla á smá spennutengdum kvíða fyrir Grikklandsförinni. Ég kvíði samt ekki mest fyrir að koma mér inn í menninguna eða málið, eða að vera ein svona lengi í ókunnugu landi fjarri fjölskyldunni. Það er hluti ef kvíðanum, auðvitað, en það sem ég kvíði mest fyrir er að koma mér frá flugvellinum í Aþenu og til Xylokastro. Það hljómar asnalega en þannig er það nú samt. Ég lendi kl. 02:35 um nóttina í Aþenu og ætti að vera komin út um kl. 03:00. Þá tekur við bið í klukkutíma (um miðja nótt, alein og með ferðatöskur...) eftir almennings strætó (ekki svona flybus, heldur bara venjulegur strætó) sem ég á að taka. Sú strætóferð tekur ca. 1,5 klst og tekur mig niður í miðbæ Aþenu (8 milljón manna borg!) á aðalstrætóstöðina. Þar tek ég svo rútu kl. 05:40 til Xylokastro, og sú ferð tekur ca. 2 klst. En sem sagt, ég verð alein niður í miðbæ í ókunnugri 8 milljón manna borg á laugardagsnóttu, með ferðatöskur og fartölvu undir hendinni. Getur einhver láð mér að vera svolítið kvíðin?? Ég sem er hrædd við að vera ein með veskið mitt niður í miðbæ Reykjavíkur! Ekki það að ég lifði það svo sem af að labba alein heim í New York um miðja laugardagsnótt... Varla er Aþena hættulegri en New York?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú spjarar þig stelpa - Vilborg gat þetta fyrir mörgum árum, þú getur það líka, engin hætta á öðru. Njóttu þess að horfa í kringum þig og drekka í þig Gríska sögu og menningu......ég vildi að ég væri þarna núna, 30 ár síðan ég kom á þessar slóðir.
Bestu kveðjur,
S.