sunnudagur, desember 21, 2008

Grikkland

Það er allt of langt síðan ég bloggaði seinast. :þ Það hefur ýmislegt gerst síðan í ferðinni minni til Thessaloníkí. Fyrir það fyrsta þá fór Gaia heim til Ítalíu 30. nóvember. Og ég verð að segja að húsið er hálf tómlegt án hennar. Hún er ótrúlega sterkur karakter og hún setti svip sinn á húsið. En ég ætla mér að heimsækja hana einhvern tíma til Ítalíu, en það verður samt aldrei eins.


We miss you Gaia!

Í öðru lagi þá er ég komin með aukavinnu á hóteli í litlu fjallaþorpi í ca. 30 mín. fjarlægð. :) Fyrsta vinnuhelgin mín var um seinustu helgi. Ég var aðalega að þrífa herbergi og vaska upp. Ég er að vinna með einni grískri konu, einni búlgarskri og tveimur albanískum. :þ Fjölþjóðlegt vinnuumhverfi, sem væri allt í lagi ef einhver myndi tala ensku eða grísku! Búlgarska konan og önnur albaníska stelpan tala bara smá grísku en hin albaníska konan talar enga grísku!! Og enginn þeirra talar ensku. Þannig að samskiptin fara aðalega fram með handapati og sýnikennslu en það virkar. ;) Kaupið er frekar lélegt en það er víst eðlilegt hérna, 25 evrur á dag fyrir 8 - 9 tíma vinnu... :þ En í staðinn er ég með fría gistingu og frían mat. :) Á þessu hóteli eru aðalega grískir ferðamenn sem koma yfir jól og áramót því að á veturna er oft snjór í fjöllunum. Því miður er enginn snjór núna en það kemur kannski. :þ En já, þar sem það er eiginlega high-season hjá þeim yfir jól og áramót samþykkti ég að vinna frá 24 desember til 6 janúar, bæði yfir jól og áramót. Og ég verð að segja mér finnst það bara allt í lagi. :þ Ég er búin að vera með sama fólkinu nánast upp á hvern einasta dag í rúma 3 mánuði og það verður bara ágætt að fá smá frí, vera smá útaf fyrir mig. :þ Og þetta er svaka flott hótel með frábæru útsýni. :)

Í þriðja lagi upplifði ég stærsta þrumuveður sem ég hef á ævinni upplifað! (Hmmm... Þessi setning hljómar furðulega...) :þ Ég hef aldrei séð svona margar eldingar og svona mikla rigningu! Húsið skalf (í alvöru talað, rúmið mitt hristist og gluggarnar skulfu...) í verstu þrumunum. Og eldingarnar komu svo ört! Stundum 3 í einu og svo liðu kannski 5 sek. og þá kom næsta og svo koll af kolli. Ein þruman var svo nálægt húsinu að það var eins og einhver hefði skotið af fallbyssu inni í herberginu mínu. :þ Frekar óhugnalegt en samt pínu gaman, svona eftir á. ;)

Og í fjórða lagi hefur Grikkland verið logandi í óeirðum upp á síðkastið. Hér í Xylokastro erum við nokkuð örugg en okkur er ráðlagt að fara alls ekki til Aþenu eða Patra og helst ekkert út fyrir bæinn. :þ En ég held samt að þetta sé að róast núna. Það fyndnasta er samt að stelpurnar eru mest svekktar yfir því að báðar H&M búðirnar í Aþenu voru brenndar þannig að það verður engin jólaútsala þar. xD


Og í fimmta lagi hef ég verið veik seinustu vikuna, með snert af lungnabólgu. :( Ekkert sérstaklega gaman en ég held samt að ég sé að koma til. :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Loksins kom færsla ;-). Nauðsynlegt að fá uppfærslu af og til :-). Gaman að lesa pistilinn fyrir utan fréttir af lasleika þínum. Haltu áfram að njóta þessa frábæra lands og menningarheims, gerir ekkert annað en að þroska mann og auka víðsýni ásamt því að kynnast fólki vítt og breytt úr heiminum. Ég upplifði á sínum tíma hressilegt þrumu- og eldingaveður, fólk sagði að það væri það mesta sem kæmi......þvílík úrkoma og hamagangur í himinhvolfinu.
Bestu kveðjur og hafðu það sem allra best elsku stelpan mín.
Sólveig.