laugardagur, mars 17, 2007

Nýja vinnan

Ég barasta held að ég sé hrifin af nýju vinnunni minni. Meira að segja mjög hrifin. Dagurinn gengur nokkur vegin svona fyrir sig: Ég mæti kl. 9. Svo klukkan svona 9:10 erum við byrjaðar að hringja. Svo hjá þeim sem reykja er reykpása milli svona 9:50 til 10:00. Svo er kaffi milli kl. 10:30 og 11:00. Síðan er önnur 10 mín. reykpása, svona um 11:30. Svo er matur frá svona ca. 11:55 til 13:05. Þriðja reykpásan er svo um kl. 13:30 til 13:40. Kaffi númer tvö er svo kl. 14:30 til 15:00. Svo er unnið til 16:00. Sem sagt, borgað fyrir 7 tíma vinnu en ca 4 tímar unnir... Mjög flott. :) Svo virðist mér bara vera að ganga mjög vel í vinnunni. Ég er til dæmis búin að fara á einn fund sem fulltrúi fyrirtækisins og úthringisérfræðingur. Og þar var ég titluð af sölustjóranum afkastamesti úthringjari landsins. Ekki amalegt. Og síðast en ekki síst, fékk ég lánaðan Santa Fe jeppa, nánast beint úr kassanum. Verst var að ég þurfti að skila honum daginn eftir en samt... Ég hef aldrei lent í því áður að umboðið láni mér nýjan flottan bíl í sólahring bara af því að ég er að vinna hjá einhverju fyrirtæki... Gaman að þessu. :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Noh, flott hjá þér frænka :)