þriðjudagur, mars 06, 2007

Njálgur á pítsu???

Ég var í mesta sakleysi að horfa á sjónvarpið um daginn, eins og svo oft áður. Þá fór svengdin að segja til sín og ég fór að velta fyrir mér hvað ég gæti nú fengið mér að borða. Ætti ég að panta eitthvað eða bara elda sjálf...? Kemur þá ekki bara, alveg upp úr þurru, Domino´s auglýsing í sjónvarpinu. Sem er nú svo sem ekkert óvenjulegt þar sem það fyrirtæki auglýsir ekki beint lítið. Nema hvað, þar kom þessi blessaði búktalari og dúkkan hans fyrir, sem ég hef í raun aldrei skilið. En það er nú svo sem allt í lagi. Ég þarf ekki að skilja allar auglýsingar. En þá versnaði í því. Maðurinn stóð við afgreiðsluborð Domino´s og klóraði sér í rassinum... Og dúkkan gaf í skin að hann væri með njálg... Og ég hætti snarlega við að panta mat og ákvað að elda sjálf. Það er algjörlega ofar mínum skilningi hvernig rassaklór og njálgur getur verið hagstætt fyrir pítsufyrirtæki! Eða er ég kannski bara ekki að fatta plottið??

Engin ummæli: