mánudagur, febrúar 23, 2009

Ferðalag með foreldrum Lauru

Þá er ég komin heim úr viku ferðalagi með Lauru og foreldrum hennar um mið-vestur Grikkland. Við fórum til Aþenu á föstudeginum og gistum á hóteli þar eina nótt. Daginn eftir fórum við svo (LOKSINS!!!) til Akropólis. :D Og það var frábært!
Ég og Akropólis! :D

Laura og útsýnið frá Akropólishæð yfir Aþenu. :)

Annað hof með styttur í stað súlna.
Við skemmtum okkur konunglega á þessum sögulegu slóðum eins og sjá má. :þ
Seinni partinn keyrðum við svo til Amfissa sem er akkúrat hinu meginn við flóann, á móti Xylokastro. :) Þar fengum við að gista hjá Lóu, íslenskri konu sem býr þar. Það var ótrúlega gaman að tala loksins íslensku aftur! :þ Á sunnudeginum fórum við svo til Delphi. Það er merkilegur staður. Þar eru eins konar hirslur eða hof þar sem allir geymdu fjársjóðina sína í stríði, eins konar banki eða fjárhirsla. :) Einhver staðar las ég líka að forngrikkir trúðu því að miðja jarðarinnar væri í Delphi. :þ
Ég og miðja jarðarinnar (held ég...) eða fjárhirsla Aþenu. :þ
Á mánudeginum héldum við svo norður.

Snjór!! :þ

Á leiðinni komum við svo við í Meteora. Ég elska þessa kletta! :D
Um kvöldið komum við svo til Igomenítsa, sem er á vesturströndinni. En til að komast þangað þurftum við að fara yfir fjallgarð sem var 1700 m hár. :þ Fuuuullt af snjó. Við gistum svo á hóteli í Igomenítsa og fórum til Corfu daginn eftir! :D

Corfu!
Við löbbuðum svo um Corfu allan daginn. :) Mjög gaman. Daginn eftir fórum við svo upp í fjöllin nálægt Albaníu. Foreldrar Lauru eru hrifnir af fjöllum. :þ

Það var búpeningur út um allt á götunum. Frekar fyndið. :þ

Við fórum mjög nálægt Albaníu, svo nálægt að við gátum séð fjöllin þar. :þ
Albanía! :þ

En já, þegar við vorum komin svona nálægt landamærunum mættum við hermanni með hríðskotabyssu... (Eða veiðimanni... ganga þeir um með hríðskotabyssur....?) Þá ákváðum við að snúa við. Seinustu nóttina gistum við svo í litlu fjallaþorpi sem við fundum á leiðinni. Þar enduðum við svo alveg óvart í einhvers konar hátið. :þ Ókeypis matur og frítt vín! Og klukkan var 11 að morgni til. :þ
Laura vel skreytt. :þ Það var lítil stelpa sem henti pappírskrauti yfir alla sem komu inn, eins og má sjá á gólfinu í bakgrunni. :þ

Við fórum í stuttan göngutúr og Laura fann sér tré til að klifra í. :þ

Og á til að vaða í! Og það var svoooo kalt! :þ Crazy Germans! :þ

Þessar trjágeitur fundum við líka á leiðinni... :D

Seinasta daginn keyrðum við svo yfir brúnna hjá Patra og heim til Xylokastro. Vel heppnuð ferð. :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég held það sé hlýrra á Íslandi heldur en þarna á Grikklandi af myndunum að dæma :-þ