þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Nafplíon og Epiðarvos

Jæja, þá fer að styttast í heimkomu. Ég lendi föstudaginn 6. mars kl. 23:59. :) Eftir ca. 4 vikur. Það verður fínt að komast heim. :) Þetta er búið að vera ævintýri en ég sakna allra heima.
Mid-term ráðstefnan mín var um þar seinustu helgi. Það var gaman að hitta alla aftur en það var líka erfitt að kveðja því sum kem ég ekki til með að sjá aftur. :/

Þessa helgi fór ég, Lena (frá Lúxemborg) og Ly (frá Eistlandi) í dagsferð til Epiðavros og Nafplíon. Epiðavros er hringleikahúsið þar sem maður getur staðið í miðjunni og þeir sem eru á efsta bekk geta heyrt í þér.


Þarna er ég í miðjunni að prófa. Og það virkaði! Þetta var alveg eins og tala í míkrafón! :)

Ég og Ly. Bara örlítill stærðarmunur... :þ
Nafplíon er mjög falleg ferðamannaborg. Við skoðuðum kastalann þar. Kastalinn er frekar hátt uppi og við vorum frekar knappar á tíma þannig að við ákváðum að taka leigubíl upp að kastalanum og labba svo niður. Og ég er ótrúlega fegin því niðurleiðin var nógu erfið. Ég vissi ekki það væri svona erfitt að labba niður stiga... :þ Tröppurnar voru 999. (Þær voru víst 1000 en einhver kóngur braut seinustu tröppuna þegar hann kom niður á hesti...)

Fallegt útsýni. :)
Lena
Við fundum þessi neðanjarðargöng inn í kastalanum.
Og Ly ákvað að fara niður! Ég varð myrkfælin bara á að horfa á hana fara niður. :þ Svo fór Lena og ég vildi ekki vera ein eftir uppi þannig að ég elti. Þegar niður var komið fundum við bara pínulitla dýflissu, sjálfsagt notuð í gamla daga til að geyma til að geyma óæskilegt fólk. :þ

En jæja, nóg í bili. :) Ég hlakka til að hitta ykkur öll aftur!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég man enn hvað okkur þótti gaman að uppgötva hljómburðinn í þessu hringleikahúsi - hreint ótrúlega flottur, meira að segja hvísl neðan af sviði berst vel upp í efstu raðir.
Njóttu vel þessara síðustu daga í þessari dvöl þinni í Grikklandi, þú munt ylja þér við þær minningar í framtíðinni - ég hef enn getað kallað mína Grikklandsferð fram og nýt minninganna.
Bestu kveðjur,
Sólveig.