föstudagur, júní 30, 2006
Ormur!
Jæja, ég er komin heim frá Barcelona. Ferðasagan kemur ekki núna. Kannski ég nenni að skrifa hana seinna. En ég get staðfesta að það var mjög gaman. Ég varð líka fyrir nýrri reynslu! Fyrsta flugnabitið mitt! Ég hef aldrei verið bitin áður enda alltaf haldið því fram að ég sé einstaklega vond á bragðið. Þess vegna fannst mér þetta frekar spennandi - alveg þangað til mig fór að klæja. Þá var þetta ekki alveg eins gaman. En jæja, þetta var svo sem ekkert stórt. Meira svona eins og bóla með pínu litlu gati í miðjunni. Svo kom ég heim. Stuttu eftir það fór mig að klæja alveg ógurlega. Ég skyldi ekki hvað þetta átti að þýða. Um kvöldið þegar ég fór að athuga málið sá ég að þetta var flugnabitið! Og það hafði stækkað heil mikið. Var orðið um 1 cm hátt, 5 cm í þvermál og litla gatið í miðjunni var orðið eins og eftir sláturnál! Ég skyldi ekkert hvaða læti þetta voru en hélt að þetta væri sjálfsagt eðlilegt, enda aldrei lent í neinu skordýrabiti áður. Daginn eftir var bitið ennþá jafn stórt og komin rauð lína út frá því, eins og það væri að breiða úr sér. Núna var mér ekki farið að lítast á blikuna. Ég sá fyrir mér að eitthvað hefði verpt inn í mig og væri núna farið að skríða um. Næstu daga lengdist línan og lengdist. Ég var búin að ákveða að panta mér tíma hjá lækni og láta kíkja á þetta. Því ég kæri mig sko sannarlega ekki um nein snýkjudýr! En núna get ég með stolti tilkynnt að bólgan og línan fara minnkandi. Þessi blessaði ormur hefur sjálfsagt komist að því the hard way að ég er gjörsamlega óæt og gefist upp á lífninu eftir það. Ég er mjög fegin, enda veit ég ekki hvað ég hefði gert ef eitthvað hefði komið skríðandi út til að kíkja á lífið fyrir utan!
þriðjudagur, júní 13, 2006
Barcelona
Núna er þetta að styttast! Ég fer á laugardaginn 17. júní til Barcelona! Ég hlakka svooo til!!!! :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)