Jæja, þá er komið að því. Ég, ásamt Maríu sópran og Haraldi baritón, erum að fara að halda framhaldsprófstónleika næsta sunnudag, 20. apríl, kl. 16, út í Söngskóla. Þetta verður skemmtileg og létt dagskrá og smá veitingar í boði á eftir. Allir velkomnir. :)
mánudagur, apríl 14, 2008
þriðjudagur, apríl 01, 2008
Stelpa/kona
Ég er alltaf að senda póstkort út um allan heim þessa dagana í gegnum svona póstkortaskiptisíðu. Mjög gaman. Og ég hef alltaf skrifað sem kynningu á sjálfri mér: "My name is Sigga Rósa and I am a 23 years old girl from Iceland." En svo varð ég 24 ára núna á laugardag. Og þá finnst mér allt í einu asnalegt að skrifa 24 ára gömul stelpa... Furðulegt. Eins og ég sé eitthvað breytt á fáeinum dögum. En "24 years old women" hljómar álíka asnalega. Sérstaklega þar sem mér finnst ég engan veginn vera kona... Gæti "24 years old young women" gengið...? Nei held ekki... "24 years old female"?? Eða er það kannski bara komið á það stig að ég sleppi því að segja hvað ég er gömul....? Þá er maður formlega orðinn gamall. :þ
Hvar er vendipunkturinn eiginlega á milli stelpu og konu? 24 ára...?
1. apríl
Gleðilegan fyrsta apríl! :D Eða... já. Eitthvað þannig...
Einhver búinn að finna aprílgabb? Eða er einhver kannski búin að hlaupa? ;)
Einhver búinn að finna aprílgabb? Eða er einhver kannski búin að hlaupa? ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)