fimmtudagur, maí 29, 2008

Carmina Burana!

Þá er komið af því. Loksins fékk mín að taka þátt í Carmina Burana. :) Og það í ekkert litlum hóp! Seinustu fréttir herma að við verðum í kringum 150 að syngja. Enda er krafturinn svo mikill að á seinustu kóræfingu fékk ég hellu fyrir eyrun í kröftugustu köflunum! Ég veit ekki til þess að þetta hafi verið sett upp á Íslandi með svona mörgum áður. Þannig að þetta er algjörlega einstakur viðburður og ég hvet alla sem hafa einhvern áhuga á tónlist að láta þetta ekki framhjá sér fara. ;) Það er uppselt á tónleikana kl. 20 en það eru enn til einhverjir miðar kl 22. (Og svo verða kannski aukatónleikar kl. 24). Hægt er að kaupa miða hjá mér í síma 6615838.

miðvikudagur, maí 21, 2008

Hælspori?!

Hælspori. Veit einhver hvað það er? Það er víst lítið beinhorn undir hælnum sem veldur því að maður finnur til í hverju einasta skrefi, og myndast helst hjá miðaldra fólki sem stundar miklar æfingar. Hvernig í ósköpunum tókst mér að næla mér í þannig?!