fimmtudagur, janúar 31, 2008

Rugluð!

Allar hafa einhvern tíma lent í því að halda að það sé t.d. miðvikudagur en svo er þriðjudagur. Eða að halda að það sé fimmtudagur en svo er föstudagur.
Ég var að lenda í svolítlu svipuðu. Nema ég var ekki að ruglast á dögum heldur MÁNUÐUM!!! Ég er búin að vera algjörlega sannfærð seinustu eina og hálfa viku að það sé alveg að koma mars. Var meira að segja farin að plana afmælið mitt í mars! Ég skil bara ekki hvernig þetta er hægt. Líka í svona langan tíma... Rúma viku! Ég á að mæta á ráðstefnu í byrjum mars og svo er líka mikið um að vera í kórnum í mars og ég var alveg farin að búa mig undir að mæta á þetta allt saman og farin að skipuleggja tímann. Ég hefði í alvörunni mætt niður í Söngskóla um helgina í æfingabúðir kórsins mín sem eiga að vera í byrjun mars ef ég hefði ekki áttað mig í tíma... Svona er maður vitlaus stundum. :þ

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Til hamingju með daginn mamma :)

Hún á afmæli' í dag
hún á afmæli' í daaag
hún á afmæli' hún mammaaaaa
hún á afmæli' í dag!

Hún er kornung í dag
hún er kornung í dag
hún er kornung hún mamma!
hún er koooornúúúúng ííííí daaaaag!

föstudagur, janúar 11, 2008

Betra seint en aldrei...

Gleðileg jól!


Og gleðilegt nýtt ár!