föstudagur, október 27, 2006

Bömmer

Bömmer bömmer bömmer. Ofurgóða fjáröflunarverkefnið mitt féll niður. :( Manneskjan sem við áttum að hringja fyrir hætti við! Piff! Ég hefði átt að fárast meira yfir þessu....

Stolt

Eins og ég er hneyksluð á kórnum mínum, þá er ég aldeilis stolt af kerlingunum á leikskólanum mínum. Það ætla fimm kellur að prófa úthringiverkefnið. :) Leikskólastarfsmönnum munar sko sannarlega um peninginn. En nota bene, þær hafa líka kannski meiri tíma til að standa í svona heldur en uppteknir háskólanemar...

Kórinn minn var (vonandi) að leggja loka hönd á geisladiskinn sem við ætlum að gefa út. Við stóðum í næstum sex tíma í gær. Ég var gjööööörsamlega búúúúúin þegar ég kom heim í gærkvöldi. Ótrúlegt hvað þetta tekur mikið á. Halda fullkominni athyggli allan tímann. Fylgja stjórnandanum, passa hvernig maður tæklar hvern tón, ekki gleyma textanum, passa að hafa langa þögn á eftir hverju lagi o.s.frv. Allt of margt að hugsa um. En ég vona bara af öllu hjarta að þetta sé búið og diskurinn komi út fyrir jól. :)

miðvikudagur, október 25, 2006

Fordómar!

Ég er ferlega svekkt á kórnum mínum. :( Okkur var að bjóðast ofurgóð fjáröflun sem fellst í úthringiverkefni. Við yrðum þá að hringja fyrir sjálfstæðisflokkinn. Ég skil svo sem þá sem vilja ekki hringja fyrir sjálfstæðisflokkinn, það er þeirra mál. En þeir sem ekki vilja gera þetta af því að þeir hata símasölufólk... Eða finnst þetta leiðinlegt... Ég hef oft verið í vinnu sem er ekki par skemmtileg. En maður lætur sig hafa það, ef það er vel borgað. Og að hata símasölufólk eru bara fordómar. Ég vinn við þetta á hverju kvöldi og þetta er einhver best borgaða og auðveldasta vinna sem ég hef komist í. Jú, það þarf örlítinn kjark (og þá meina ég bara örlítinn, ekki meira en það) til að gera þetta. En fólk sem syngur á tónleikum fyrir fleiri hundruð manns hefur þann kjark. Þannig að ég veit ekki hvað er að aftra þeim, annað en fordómar gagnvart símasölufólki. :( Synd og skömm. Mig sem langar svo að komast til útlanda með kórnum í vor.

fimmtudagur, október 19, 2006

Flensusprauta

Ég fór í flensusprautu í dag. Ég ætla sko að fyrirbyggja frekari veikindi þessum bæ, takk fyrir! En það er meira hvað þetta er óskemmtilegt samt. :/ Núna er handleggurinn minn með flensu. Hita og allar græjur. (Ég er viss um að hann myndi vera með hósta og hálsbólgu ef hann væri með háls...). En jæja, þetta gengur yfir. :)

sunnudagur, október 15, 2006

Kuldaskræfa

Ég er búin að komast að því að ég er kuldaskræfa. Þegar ég var yngri var ég alltaf kölluð kuldaskræfa en ég hélt að ég væri vaxin upp úr því. En svo er víst ekki, þrátt fyrir alla mína einangrun!
Í gærkvöldi þegar ég kíkti niður í bæ (kraftaverkin gerast enn) varð mér kalt. Sem er í sjálfu sér ekki í frásögufærandi nema fyrir það að mér ætlaði aldrei að hlýna aftur. Klukkutíma eftir að ég kom heim var mér ennþá kalt, þrátt fyrir að vera búin að liggja heillengi kappklædd undir sæng. Þá fór ég að hugsa til baka og velta þessu fyrir mér... Á morgnanna þegar ég vakna er mér kalt. Samt sef ég í buxum, bol og oft sokkum. Það fyrsta sem ég geri er að fara í úlpu og skó áður en ég fæ mér morgunmat... Er þetta eðlilegt??? Samt hlýnar mér ekkert. Tveimur og hálfum tíma eftir að ég vakna er ég orðin hlý, en ekki mikið fyrr. Svo rifjaðist líka upp fyrir mér allar athugasemdirnar sem ég hef fengið í vinnunni þegar ég er í útiveru. Ég er víst oft klædd eins og fyrir norðurpólferð. Þannig að niðurstaðan er sú að ég er ennþá kuldaskræfa.

föstudagur, október 13, 2006

Hamingjuóskir!

Ég óska eftir hamingjuóskum! Loksins lét mín verða að því að segja upp á Dominos!!!! :) Þrefalt húrra fyrir mér!

Ég eiginlega fékk bara nóg. Ég er búin að vinna þarna í fjögur ár og tel mig bara hafa staðið mig nokkuð vel. Fá mistök og velgengni í sölukeppnum. Svo núna í sumar er ég náttla búin að vera frekar mikið veik. Og auðvitað var Dominos alveg brjálað yfir því og ég fékk margar ansi niðrandi athugasemdir. Ekki það að ég skil svo sem alveg pirringinn, enda var ég sjálf orðin hundleið á að vera alltaf veik, en það er óþarfi að vera með dónaskap. Það er ekki eins og ég hafi verið að reyna þetta. Svo fór ég í kirtlatökuna. Og þá varð Dominos ennþá brjálaðara yfir því. Halló, ég var að gera eitthvað í málinu!!! Láta fjarlægja streptókokkana, sem þeir voru búnir að vera brjálaðir yfir í allt sumar!!! Og auðvitað fylgdu ennþá fleiri niðrandi athugasemdir og pirringur í kjölfarið. Þannig að á fyrstu vaktinni minni eftir kirtlatökuna sagði ég upp. :) Þeir eru örugglega guðslifandi fegnir að losna við mig. Enda lét ég ekki vaða yfir mig og var búin að vera í góðu sambandi við stéttarfélagið þegar verið var að brjóta á mér. Starfsmannastjórinn var að verða brjálaður á mér... En allavega, ég er fegin að vera laus við þá. ;p

mánudagur, október 09, 2006

Vitur eða vitlaus?

Rannsóknir hafa sýnt að heimsk fólk heldur því fram að það sé mjög gáfað. En gáfað fólk aftur á móti er ekki eins visst um gáfur sínar. Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé ekki svo vitlaus, og kannski bara frekar gáfuð... Þýðir það þá að ég sé heimsk...??

laugardagur, október 07, 2006

Farið!

Jæja, serumið er loksins farið. :) Það bara fór allt í einu einn morguninn í sturtunni. Furðulegt. En ég er allavega fegin.

þriðjudagur, október 03, 2006

Orðin sönghæf! :)

Jæja, þar kom að því! Ég er búin að þegja eins mikið og ég get síðan ég fór í þessa blessuðu hálskirtlatöku og syngja ekki neitt. Áðan fór ég svo í söngtíma. Og viti menn! Mín gat sungið! Jibbí! Og ég fór meira að segja á kóræfingu og allt saman á eftir! :) Og söngkennarinn minn segir að sennilega hafi röddin mín bara þykknað við þetta. Sem er gott...

Um helgina fór ég í kóræfingabúðir. Og ég var svakalega dugleg og söng ekkert! En þetta voru enga að síður furðulegustu æfingabúðir sem ég hef farið í... Í fyrsta lagi vorum við geðveikt fá um kvöldið! Einmitt þegar mesta stuðið var! Hvar voru eiginlega allir? Annað hvort hefur helmingurinn farið heim eða týnst í húsinu. Sem er vel mögulegt því það er svo stórt... Það var sem sagt fámennt en góðmennt. :) Ég skemmti mér allvega mjög vel. Í öðru lagi var þarna nýr kórmeðlimur fékk sér aðeins og mikið neðan í því... Honum tókst að brjóta rúm og gítar áður en hann ákvað að keyra heim... Furðulegt.

Á laugardaginn í æfingarbúðunum fór ég sturtu sem er í sjálfu sér ekki frásögu færandi. Nema hvað, ég hafði keypt eitthvað nýtt sjampó og þá fylgdi eitthvað með sem mín hélt að væri næring. Og auðvitað var stórum slurk af "næringu" skellt í hárið. Þá uppgötvaði ég að ekki var allt með felldu þar sem þetta virkaði engan veginn eins og næring. Ég ákvað því að skola þetta jukk úr hið snarasta en allt kom fyrir ekki! Það vildi ekki fara! Ég setti því sjampó aftur í hárið en ekkert virkaði. Þá ákvað ég að gera eins og dæmigerður Íslendingur og lesa leiðbeiningar, eftir á. Þar stóð að þetta væri einhvers konar serum til að fá hárið til að glansa. Og það glansar nú svo sem alveg! Það er eins og ég hafi borið olíu í hárið á mér! Mér líður eins og ég sé með geðveikt skítugt hár og er búin að þvo það nokkrum sinnum síðan á laugardag. En ekkert virkar. :( Einhverjar hugmyndir???