föstudagur, nóvember 17, 2006

Veik enn og aftur

Jæja, þar kom að því að mín varð veik. Ég sem er statt og stöðugt búin að halda því fram að eftir þessa bölvuðu kirtlatöku þá geti ég ekki orðið veik. Enda er ég búin að vera stálhraust alveg þangað til núna. :( En þetta 50°C frost á miðvikudaginn fór alveg með mig. Vaknaði upp með hita daginn eftir. Bömmer bömmer bömmer. Ég sem mátti alls ekki vera að þessu! Á fimmtudaginn átti ég t.d. að vera á sex stöðum!!! Fyrst var það sjúkraþjálfun. Svo náttla vinnan mín á leikskólanum. Og svo var það undirleikur í skólanum. Mjög mikilvægur tími! Sérstaklega þar sem ég missti af seinasta tíma líka út af vetrarfríinu. Þannig að, enginn undirleikur í tvær vikur! :( Svo var það tónlistarsaga. Það styttist óðfluga í próf þannig að það kom sér mjög illa. Svo var það kóræfing. Það eru tónleikar eftir viku þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu slæmt það var! :( Og svo vinnan upp í Miðlun. Dagurinn í dag var skárri. Ég átti "bara" að vera á þremur stöðum í dag. Vinnan, söngtími og tónheyrn. En það var mjög slæmt að missa af söngtímanum, sérstaklega þar sem kennarinn minn var að gefa mér þennan tíma af því að ég missti inn úr út af vetrarfríinu. Og það er meira að segja bannað að bæta upp tíma vegna frís en hún ætlaði samt að gera það fyrir mig! Og svo var ég bara veik. :( Bömmer bömmer bömmer.... Og ég er ekkert að skána og ég er að fara í grímupartí á morgun. AAAAARRRRGGG!!!

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Áramótaskaupið!

Allir að horfa á áramótaskaupið í ár! :) Þá sjáið þið kannski kappklæddri klaka-Siggu Rósu bregða fyrir. Ég var að leika í lokaatriðinu áðan með kórnum mínum. Í rokinu og frostinu fyrir framan Hallgrímskirkju... Mér hefur aldrei á ævinni verið eins kalt!!! Ég er viss um (inn að beini!!!) að ef við tökum vindhraðann og frostið saman þá hefur verið 30°C!!!!!!!!!!!!


Og svo annað! Allir að mæta á tónleikana okkar! :) Það er hægt að nálgast miða hjá mér.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Heimsforeldri

Ég var að gerast heimsforeldri. :) Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Þá er ég bæði heimsforeldri og með SOS barn. :)

Ég vill endinlega hvetja fólk til að gerast heimsforeldrar. Maður styrkir um ca. 1000 kr. (það eru frjáls framlög en flestir styrkja um 1000 kr.) á mánuði. Það munar ekki svo um það. Þetta er ekki einu sinni ein bíóferð! (Með poppi og nammi...) En fyrir einn lítinn 1000 kall er t.d. hægt að bólusetja 60 börn á Indlandi. Og miðað við það að það deyja 30.000 börn á dag úr einföldum barnasjúkdómum sem væri hægt að útrýma með bólusetningu þá er ekki hægt að segja annað en að þeim 1000 kalli sé vel varið. Hver króna skiptir máli í þessu samhengi.

Það er hægt að skrá sig á unicef.is. Og koma svo fólk!!! ;) Manni líður vel á eftir! :)

mánudagur, nóvember 06, 2006

Alein heima

Ég er mikið búin að fárast yfir að ég er aldrei ein heima. Ef mamma er ekki heima þá er Þengill frændi heima. Svo núna um helgina varð ég loksins ein heima! Mamma farin út úr bænum og Þengill heim. Nú skyldi mín sko njóta þess að vera ein heima! En það fór nú ekki alveg þannig... Ég var ein heima, það vantaði ekki. En mér hundleiddist og vildi óska að einhver hefði verið heima... Furðulegt.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Jólin

Ég er farin að hlakka til jólanna. :) Ég er svooo mikið jólabarn. Mig langar svo að byrja að skreyta og setja upp seríur en mamma þvertekur fyrir það. Íhaldssemi alltaf hreint! Af hverju ekki að njóta skrautsins í sem lengstan tíma? Af hverju bara einn mánuð? Mér finnst það bara allt of stuttur tími.

Ég er líka farin að spá í jólagjafir. Ég er búin að spyrja nokkra um hvað þá langar í í jólagjöf og finnst sjálfsagt að viðkomandi hafi svar á reiðum höndum. Svo fæ ég náttla til baka: "En hvað langar þig í??". Og þá allt í einu finnst mér allt of snemmt að hugsa um það... ;p Furðulegt...

En jæja, hérna kemur þetta:

Hvað langar ykkur í, í jólagjöf??? :)