miðvikudagur, júlí 25, 2007

föstudagur, júlí 13, 2007

Grikkland

Ég hringdi til Grikklands í morgun. Þetta lítur allt saman vel út. :) Ég vona bara að þetta gangi. :D

Smá útskýring: Ég fór á heimasíðu Alþjóðlegra ungmennaskipta um daginn. Og þá ákvað ég að láta langþráðan draum rætast. Þ.e.a.s. að fara til útlanda í eitt ár, breyta aðeins til. Þannig að ég dreif bara í þessu og sótti um verkefni á Grikklandi, um 50 km frá Aþenu. Verkefnið felst í því að hjálpa til á leikskóla frá kl. 8 - 14 á daginn. Og í staðinn fæ ég borgað farið út og heim, frítt fæði og húsnæði og vasapening í hverri viku. :) Ekki amalegt. Og svo á ég frí allar helgar og fæ 2 vikna frí yfir sumarið. Þannig að ef allt gengur eftir þá fer ég til Grikklands haustið 2008. :D

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Kúluís

Hvernig stendur á því að mann langar alltaf til að borða neðstu kúluna í kúluísnum fyrst...?

Allir að krossa fingur!

Ég er búin að sækja um þetta fyrir haustið 2008... Svo er bara að vona að það gangi eftir! :)

http://ec.europa.eu/youth/program/sos/hei/hei_form_en.cfm?EID=34000123201

Hérna er þetta...

http://maps.google.com/maps?f=q&hl=en&geocode=&q=Vrahati+Greece&sll=42.293564,41.835938&sspn=58.380724,118.476563&ie=UTF8&ll=38.543869,22.955933&spn=1.954758,3.702393&t=h&z=8&iwloc=A&om=1

laugardagur, júlí 07, 2007

Varðeldur í stofunni

Við mamma gerðum góða tilraun um daginn til að kveikja í stofunni... Og úr varð varðeldur...

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Ættarmót

Ég fór á ættarmót í Þrastarskógi um helgina. Það var mjög gaman enda alltaf gaman að hitta skemmtilega ættingja. :) Og ekki spillti veðrið fyrir; endalaus sól og blíða! Og að sjálfsögðu sat ég úti og baðaði mig í sólinni. Sem endaði svo með því að ég skaðbrann... :p