Ég var að fá atvinnutilboð! :) Ég er að vinna á kvöldin í úthringiverkefnum hjá einkafyrirtæki. Ég er sem sagt ein af þessum pirrandi manneskjum sem hringja í ykkur á kvöldin og er að selja eitthvað. Og ég er búin að vinna þar í rúmt ár og líkar mjög vel. Og áðan þá tók aðalsölumanneskjan hjá fyrirtækinu mig afsíðis til að bjóða mér vinna þar á daginn líka. Við að selja auglýsingar og svoleiðis. :) Ég fæ örugglega miklu hærri laun þarna en á leikskólanum. Þannig að ég er að spá í að taka þessu bara! :) Þá er bara spurningin hversu fljótt ég get hætt á leikskólanum.
Þetta er mjög gaman. Að fá svona atvinnutilboð af því að ég stend mig svo vel í starfi. :)
föstudagur, september 22, 2006
fimmtudagur, september 21, 2006
Röddin mín!
Síðan ég fór í þessa blessuðu hálskirtlatöku hef ég verið undirlög af allskyns bólgum. Eyrun á mér eru bólgin, hálsinn auðvitað mjög bólginn og svo tungan! Tungan á mér er búin að vera mjög bólgin og þar af leiðandi hef ég átt í miklum erfiðleikum með að tala. Ég tafsa og á erfitt með að bera fram sum hljóð og þau fáu hljóð sem komast út hljóma asnalega út af bólgunum og sárunum í hálsinum. Niðurstaðan er sem sagt sú: ég hljóma eins og algjör hálviti! Og það fyndna er að ég fæ allt öðru vísi viðbrögð en ég er vön þegar ég tala við fólk í síma. Fólk sem þekkir mig er að vísu alveg eins en ég er búin að tala við nokkra ókunnuga líka. Og þeir koma fram við mig eins og ég sé þroskaheft. Mjög furðulegt. Mjög skiljanlegt miðað við hvernig ég hljóma, en það er samt furðulegt að láta tala svona við sig. Fyrst verður fólk tortryggið og veit ekki alveg hvernig það á að vera í símann. En svo fer það að tala við mig eins og ég sé barn...
En ég get með stolti tilkynnt að gamla góða röddin mín er á leiðinni aftur! :) Hægt en örugglega.
En ég get með stolti tilkynnt að gamla góða röddin mín er á leiðinni aftur! :) Hægt en örugglega.
þriðjudagur, september 19, 2006
Egg
Jæja, þannig er mál með vexti að ég er með tvö stór göt í hálsinum á mér eftir þessa blessuðu aðgerð. Og mín ákvað núna áðan að vera voðalega sniðug og fá sér eggjahræru að borða. Það kom svo í ljós að það var ekki góð hugmynd. Hræran var ekki nógu vel maukuð. Og einn bitinn festist í öðru gatinu! Og ég get ekki með nokkru móti náð honum! Og hann sýnir ekki á sér neitt fararsnið heldur. Ég vona bara að hann grói ekki fastur við mig... Þá get ég allavega sagt með sanni að lítill hluti af mér sé hænuættaður...
mánudagur, september 18, 2006
4 á dag
Úff. Ég er komin upp í 4 parkódín forte á dag. Það er eins og 12 venjulegar parkódín! Ég verð farin að sjá bleika fíla og rökræða við ryksuguna ef þetta heldur svona áfram. Hvenær ætli þetta fari að byrja að lagast? Eins og er versna ég bara.
fimmtudagur, september 14, 2006
Kirtlalaus
Jæja, þá er ég orðin kirtlalaus. Og svæfingin var í sjálfu sér ekkert mál. Ég lagðist bara á bekk og fékk æðalegg í handabakið. Svo kom svæfingarlæknirinn og sagðist ætla að gefa mér lyf, en að ég myndi ekki sofna af því. Það hefur örugglega verið svona kæruleysissprauta. Ég fann að ég varð öll dofin og svo man ég ekki meir... Ég hugsa að ég hafi bara sofnað af þessu kæruleysislyfi, þó að læknirinn segði að ég myndi ekki gera það. Það næsta sem ég man er hjúkrunarkona sem stendur yfir mér og segir mér að þetta sé búið. Mjög furðulegt. Sem sagt, svæfingin var ekki það versta. Að borða er aftur á móti algjörlega hræðilegt. Ég á að vera á fljótandi fæði eða mauki í viku til tíu daga! Ég er að drepast úr hungri en það er svo sárt að kyngja (líka vökva og mauki) að ég legg varla í það. Eins og er lifi ég á frostpinnum, abmjólk og barnamat. Svo er ég núna að sjóða mér rófur til að búa til stöppu. Vona að ég geti komið því niður. Ég prófaði í gær að mixa saman kartöflur og fiskibollur. Það var ágætt en samt eiginlega of þykkt til að ég kæmi því niður. Allar hugmyndir af girnilegum maukuðum mat eru vel þegnar.
mánudagur, september 11, 2006
Nálgast...
Jæja, þá nálgast stóri dagurinn. (Þ.e.a.s. kirtlatakan.) Ekki get ég sagt að ég hlakki til. Það verður jú gaman að vera laus við streptókokkana sem hafa verið óvelkomnir félagar mínir síðustu mánuði. Og jú, það verður gaman að losna við örfá kíló þar sem ég get bara lifað á fljótandi fæði... (Matmanneskjan ég á fljótandi fæði....? Horror!). Og sársaukinn er svo sem eitthvað sem hægt er að díla við. Það er svæfingin sem ég kvíði mest fyrir. Ég hef aldrei verið svæfð áður og mér finnst það hljóma mjög illa... Og ég verð alein! Mamma neitar að koma með! Segist þurfa að vinna. Piff! Í bæklingum sem ég fékk um aðgerðina stendur að foreldrar barnins verði hjá því þegar það sofnar og vaknar. Hvaða málið skiptir það að bæklingurinn er skrifaður fyrir tveggja ára gömul börn?! Ég er sko sannarlega barnið hennar mömmu minnar ennþá, þó ég sé tuttuguogtveggja!
fimmtudagur, september 07, 2006
Áskrifandi hjá lækni
Ég var svo ákveðin að reyna að lífga þetta blogg eitthvað upp. Mér fannst það orðið allt of fullt af sorgar(sjúkra)sögum. En það ætlar ekki að takast hjá mér. Þannig er mál með vexti að mér tókst að flýta kirtlatökunni minni fram í næstu viku. (Fer á miðvikudaginn!) Þar með hélt ég að gæfan hefði snúist mér í hag. En hún lét á sér standa í þetta skiptið.
Í morgun þegar ég var í rólegheitum að dúllast á Miklubrautinni, (það er ekki annað hægt um 8 leitið. Umferðin silast á svona 10 - 20 km/klst) heyrði ég hátt ískur og fékk eitt stykki bíl beint á rassinn á mér. Litli sæti læmgræni pólóinn minn hentist áfram og ég fékk slink á hálsinn. Og þar með var ég aftur komin í samband við lækninn minn. Og komin á rótsterk bólgueyðandi lyf og á að láta skoða þetta eftir viku. Ég er sem sagt orðin áskrifandi hjá læknum næstu vikurnar. Ef það er ekki hálsbólga eða streptókokkar eða kvef eða kirtlataka þá er það árekstur. Ætli það sé enginn kvóti á óheppni...?
Í morgun þegar ég var í rólegheitum að dúllast á Miklubrautinni, (það er ekki annað hægt um 8 leitið. Umferðin silast á svona 10 - 20 km/klst) heyrði ég hátt ískur og fékk eitt stykki bíl beint á rassinn á mér. Litli sæti læmgræni pólóinn minn hentist áfram og ég fékk slink á hálsinn. Og þar með var ég aftur komin í samband við lækninn minn. Og komin á rótsterk bólgueyðandi lyf og á að láta skoða þetta eftir viku. Ég er sem sagt orðin áskrifandi hjá læknum næstu vikurnar. Ef það er ekki hálsbólga eða streptókokkar eða kvef eða kirtlataka þá er það árekstur. Ætli það sé enginn kvóti á óheppni...?
föstudagur, september 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)