mánudagur, júní 25, 2007

Ljósmyndakeppni

Ég ákvað að taka þátt í ljósmyndasamkeppni Hans Petersen og mbl.is. Ekki það að ég eigi von á að komast langt en það er samt alltaf gaman að taka þátt. :)

Hérna eru myndirnar sem ég sendi inn:

http://www.mbl.is/mm/folk/ljosmyndasamkeppni/myndir.html?photogr_id=4739

laugardagur, júní 23, 2007

Úff

Ég fór aftur í Kattholt í morgun. Úff. Þetta var erfiðara núna en seinast. Kettlingarnir sem ég talaði um seinast voru orðnir ennþá veikari. Einn sá nánast ekkert því hann var með svo mikla sýkingu í augunum. Og annar var með blóðugt hor í nefinu. :( Og svo tók ein kisan upp á því að gjóta meðan ég var þarna! Ég fylgdist að sjálfsögðu spennt með en svo voru báðir kettlingarnir dánir. :( Sorglegt. En ég sá líka allir hinar kisurnar sem voru ekki veikar. Ég sá til dæmis eina algjöra rúsínu sem var nánast alveg blind með einhvers konar erfðagalli. Og hún var alltaf að reyna að tala við mig en steig alltaf ofan í vatnsdallinn sinn því hún sá auðvitað ekkert. Algjört krútt!

fimmtudagur, júní 21, 2007

Dæmisaga

SAGA 1:
Einu sinni var stelpa sem hét Sigga. Hún var að læra söng í Söngskólanum í Reykjavík. Þetta var frekar dýr skóli sem kostaði ca. 200.000 kr. á ári. En Sigga var bara með 1.200.000 kr. í laun á ári þannig að skólagjöldin voru 1/6 af laununum hennar. Hún ákvað því að snúa sér til stéttarfélagsins til að sjá hvort það gæti nú ekki hjálpað henni. Fyrst kíkti hún á netið og sá að VR borgaði 50 % af skólagjöldum. Ekki slæmt! Því næst hringdi hún til VR til að vera viss. Þar fékk hún það uppgefið að af því að hún var svo tekjulág átti hún bara rétt á 12.000 kr. styrk á ári til náms, þar sem námsstyrkir voru tekjutengdir.
SAGA 2:
Einu sinni var stelpa sem hét Rósa. Hún var að læra söng í Söngskólanum í Reykjavík. Þetta var frekar dýr skóli sem kostaði ca. 200.000 kr. á ári. Rósa var aftur á móti með 10.000.000 kr. í laun á ári. Hún átti því rétt á 100.000 kr. styrk á ári frá VR til náms en þar sem hún var svo tekjuhá þá munaði hana ekkert um þennan 200.000 kall. Þar af leiðandi nýtti hún sér ekki styrkinn.
BOÐASKAPUR:
VR græðir!

miðvikudagur, júní 20, 2007

VR mæ ees!

Allir í kringum mig segja að VR sé frábært stéttarfélag. En það er bara ekki satt! Ég er alveg búin að komast að því að VR stéttarfélag er ríkramannafélag! Efling (sem ég hef nú ekki haft mikið álit á hingað til) er þúsund sinnum betra félag að þessu leiti. VR vill ekkert fyrir mig gera af því að ég er ekki með nógu há laun. Ég fæ nánast enga styrki eða neitt, af því að allt er tekjutengt hjá þeim. Þannig að þeir sem eru með há laun fá mest frá þeim. Þegar ég fer á þing (takið eftir þegar, ekki ef...) þá ætla ég að setja þau lög að maður geti valið í hvaða félag maður borgar! Þá fyrst kæmi smá samkeppni í þetta og félögin færu kannski aðeins að leggja sig fram við að næla sér í fólk!

mánudagur, júní 18, 2007

Ilmandi auga...

Ég er svo mikill snillingur stundum. Mér tókst áðan að sprauta ilmvatni beint upp í augað á mér! Og það var eiginlega alveg hræðilega vont. Og er enn. :(

föstudagur, júní 15, 2007

Klessukeyrsla

Á miðvikudaginn sat í mestu makindun, eins og svo oft áður, í vinnunni. Allt í einu heyrðust þessir líka svakalegu skruðningar og læti fyrir utan gluggan hjá mér. Ég hrökk í kút og hljóp út í glugga, algjörlega sannfærð um að einhver væri búinn að keyra bílinn minn í klessu. Sem betur fer (fyrir mig) reyndist það ekki vera raunin. Beint fyrir neðan gluggann minn hafði gamall karl á of stórum bíl tekist að keyra upp 40 cm háan kant og fella ljósastaur og grindverk í leiðinni. En sem betur fer slasaðist enginn. En það munaði ekki miklu því ljósastaurinn datt inn í hárgreiðslustofu sem var beint á móti (inn um hurðina sem var opin! Ótrúlegt!) og lenti við fæturnar á rakaranum! Og svo gömul kona var svona sirka hálfan metra frá ljósastaurnum þegar hann datt. Það er því ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið lán í óláni. En það skrýtna við þetta var samt að ég var skálfandi lengi á eftir... Við hljóðin fékk ég alveg sömu skelfingartilfinninguna og þegar það var keyrt aftan á mig. Kannski ég hafi orðið fyrir meiri áhrifum við aftanákeyrsluna en ég hélt...

þriðjudagur, júní 12, 2007

Mjúk vekjaraklukka

Ég á alveg pottþétt mýkstu vekjaraklukku í heimi. Það versta við hana er samt að hún virðist vera 10 mínutum of fljót og ekki viðlit að stilla hana... Þannig er nefninlega mál með vexti að á hverjum einasta morgni, nákvæmlega 10. mínutum ÁÐUR en ég ætla að vakna, heyrist stutt mjálm og svo mal og svo er byrjað að nudda sér upp við mig. Fyrst axlirnar, svo andlitið, svo fæ ég smá hárþvott og koddinn minn er þæfður. Og ef þetta dugar ekki til að vekja mig, sem það gerir nú yfirleitt, þá er farið á tærnar. Fyrst er nuddað sér upp við þær, svo sleiktar smá og á endanum, ef allt annað bregst, bitið í þær. Og það dugar undantekningaraust til að vekja mig, nákvæmlega 10 mínutum áður en ég ætla að vakna. Og ég bara veit ekki hvernig er hægt að stilla þessa blessuðu vekjaraklukku... Einhver ráð?

mánudagur, júní 11, 2007

Hræðilegar aðstæður!

Ég er eiginlega alveg miður mín. Ég var að fá skýrlu um 7 ára strákinn sem ég styrki á Indlandi. Hann býr í dalítaþorpi og er stéttleysingi og á í rauninni enga von um betri framtíð. Hann býr í moldarkofa með stráþaki og að sjálfsögðu er ekkert rafmagn, rennandi vatn eða salernisaðstaða. Þegar hann kom til abc var hann með malaríu, orma, gat ekki gengið í skóla því að hann þurfti að vinna og átti nánast engin föt. Hann átti ekki einu sinni teppi til að sofa með á veturna. En núna fær hann mat, læknishjálp, þarf ekki að vinna, fær að ganga í skóla og fær meira að segja hjálp við heimanám á kvöldin!. Og fjölskyldan hans fær styrk fyrir ábreiðum, skólagögnum, mat og hreinlætisvörum. Og allt þetta borga ég, með litlum 1950 kr. á mánuði! Ég hvet alla sem eiga 1950 kr. á mánuði (eiga það ekki allir...? Þetta er ekki einu sinni kassi af bjór... Eða ein leigubílaferð heim...) að láta verða að því að styrkja barn. Með skýrslunni fékk ég sent kort frá honum sjálfum þar sem hann þakkaði mér fyrir og teiknaði fallega mynd handa mér. Afskaplega sætt. :) Ef það nægir ekki til að bræða fólk hvað gerir það þá?
Hérna getið þið skoðað myndir frá dalítaþorpinu:

sunnudagur, júní 10, 2007

Meira af Kattholti

Ég fór í þriðja sinn í Kattholt í morgun. Og ég verð að viðurkenna að þetta skiptið var mun auðveldara en hin tvö. Og það var aðalega út af því að ég var eiginlega bara að sinna hótelkisunum en ekki óskilakisunum. Helsti munurinn á hótelkisum og óskilakisum er að hótelkisurnar eru lang flestar heilbrigðar og hressar. Margar óskilakisur eru að sjálfsögðu líka hressar og heilbrigðar en samt eru líka margar mjög veikar. Og það er alveg hræðilegt að horfa upp á það. Ég sá samt líka nokkrar veikar kisur núna eins og hin skiptin. T.d. sá ég 4 afskaplega veika kettlinga. :( Það var mjög sorglegt. Pínulítil kisubörn, of veik til að leika sér, of veik til að bara vera kettlingar. :( En ég sá líka aðrar kisur. Ég sá t.d. eina kisu sem opnaði alltaf munnin með reglulegu millibili, greinilega að reyna að mjálma, en ekkert hljóð kom. Þegar ég fór að skoða hana nánar sá ég að hausinn á henni skalft, svona eins og á gömlu fólki. Ég fór að spyrjast fyrir um hana og þá kom skýringin. Hún var hvorki meira né minna en 23 ára gömul, jafn gömul mér! :) Hún var afskaplega elskuleg gömul kisa en þurfti að sjálfsögðu smá sérþjónustu, eins og stappaðan mat og svoleiðis. Ég vona að Kisi verði við jafn góða heilsu og hún þegar hann verður 23 ára... :p

laugardagur, júní 09, 2007

Oj bjakk!

Af hverju get ég ekki bara fengið venjulega hálsbólgu eins og allir aðrir? Þar sem ég get bara labbað út í næsta apótek og keypt mér strepsils og verið orðin góð eftir viku? Ég er ennþá í þessum sprautum í hálsinn í hverri viku. Og það hefur nú svo sem vanist. En núna seinast hitti læknirinn eitthvað illa... Og í fyrsta lagi blæddi meira heldur en vanalega. Og í öðru lagi fékk ég stærðarinnar kúlu á hálsinum! Þetta var seinasta þriðjudag og nú er laugardagur og ég er ennþá með kúlu! Þegar ég lít til hliðar finn ég þrýsting á hálsinn. Og ég er líka með stærðar marblett. Ég finn svo sem ekkert brjálæðislega til en þetta er bara svo ógeðslegt! Að vera með kúlu á hálsinum! Og ef ég ýti á hana verður erfitt að anda... Oj bjakk!!! Ég heimta venjulega hálsbólgu næst, takk!

föstudagur, júní 01, 2007