Úúúú! Tékkið á okur síðunni og sjáið hver er þar efst á blaði. :D (Færsla #902)
http://this.is/drgunni/okur
mánudagur, júní 30, 2008
fimmtudagur, júní 26, 2008
Xylokastro
Jams og já. Ég er sem sagt komin heim frá stórborginni New York. Þetta var eiginlega hálfgert ævintýri. Allt var risa stór, alveg sama hvað það var, bæði byggingarnar og maturinn. Og eiginlega bara frekar yfirþyrmandi. Þetta er ekki borg sem ég gæti hugsað mér að búa í. Of stór fyrir mig. ;) En það er samt mjög gaman að hafa komið þangað og séð allt þetta sem maður sér alltaf í bíómyndum.
En út í allt annað og mikið meira spennandi! Ég er búin að fá jákvætt svar frá Grikklandi! :D Sem þýðir það að ég er að fara til Grikklands í 6 - 12 mánuði og fer þann 3. september nk. Ég er farin að hlakka geðveikt til en ég kvíði líka svolítið fyrir. Enda varla annað eðlilegt. Grísk menning er talsvert frábrugin Íslenskri þannig að þetta verður lífsreynsla. :) En ég held að það sé öllum hollt að kynnast nýrri menningu einhvern tíma á lífsleiðinni.
Á þessari síðu getið þið séð nokkrar myndir frá þorpinu sem ég verð í, og nágrenni þess. (Ég held að þetta flokkist undir lítið sjávarþorp á Grikklandi en "þorpið" er samt á stærð við Akureyri!)
Þorpið heitir sem sagt Xylokastro. (Borið fram eins og Hgjílogasdro...)
þriðjudagur, júní 10, 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)