þriðjudagur, október 12, 2004

Kóræfingabúðir

Ég var í æfingabúðum með Háskólakórnum um helgina. Það var svaka fjör. :)
Við fengum að sjá verkið sem við erum að fara að flytja í fyrsta skipti á föstudaginn, þ.e.a.s. nóturnar. Það heitir African Sanctus. Það verður örugglega alveg geggjað. Það virkar samt doldið erfitt. Allar raddir eru þrískiptar. Sópraninn fer upp á háa C og altin upp á A!!! Ég sem er farin að tísta þegar ég er komin upp á G. Iss piss. En það hlýtur að koma allt saman.
Á föstudagskvöldið fórum við í stólaleik sem gekk út á það að einhver var í miðjunni og sagði t.d. "Ég drekk ekki bjór" eða "Ég er með tattoo" og allir þeir sem drekka ekki bjór eða eru með tattoo eiga að standa upp og reyna að ná sér í sæti. Og þá komst ég að því að aðeins fjórir í kórnum eru með tattoo. (Allavega miðað við þá sem voru í æfingabúðunum). Mér finnst það ansi fáir. Ég hélt að það yrði allavega helmingur.
Á laugardaginn var svo sungið ennþá meira af African Sanctus. Svo skellti ég mér í sund þar sem ég spilaði rúbbí-bolta með öðrum kórmeðlimum. Þar sem botninn og bakkarnar voru mjög hrufóttir enduðu flestir með blóðuga fætur og marða handleggi eftir boltaslagi. Ég slapp samt furðuvel, bara með einn marblett. Seinna um kvöldið var borðað og svo haldin kvöldvaka þar sem innvígsla nýrra kórmeðlima í háskólakórs-ættbálkinn stóð upp úr. Ég hef aldrei séð svona flotta vígslu (busun) áður. Í fyrra þurfti ég að borða hákarl og drekka íslenskt brennivín þegar ég var vígð en það var samt ekkert þessu líkt. Svo var djammað og djammað fram eftir nóttu. Ég veit ekki hvenær ég fór að sofa en missti allavega af því þegar kórmeðlimir hlupu berir í kringum sundlaugina. Svekkelsi. :/ En þetta voru samt mjög skemmtilegar æfingabúðir og ég skemmti mér æðislega vel. :)

sunnudagur, október 03, 2004

Skrifari

Ég var að kaupa mér skrifara áðan. Það var æðislega gaman. Ég var svo spennt. Það var um þrjú leitið í dag. Núna er klukkan rúmlega sjö, og mér hefur ekki ennþá tekist að fá skrifarann til kveikja á sér, hvað þá meira! Ég er örugglega búin að hringja í alla tölvugúrúa sem ég þekki og þeir hafa komist að tveimur niðurstöðum: 1) Skrifarinn er bilaður eða 2) ég get ekki sett hann upp. Ég hugsa samt að ástæða eitt sé líklegri... :p Því það eina sem ég er búin að vera að reyna að gera er að tengja rafmagnið í skrifarann til þess að sjá hvort að hægt sé að opna hann. En hann sýnir engin viðbrögð við neinu sem ég geri. Samt er ég búin að tengja og aftengja C - drivið nokkrum sinnum til að sjá hvort að ég geti þetta ekki alveg örugglega. Og það virkar alveg. Þannig að núna sit ég með sárt ennið, nýr skrifari bilaður! Vesen!!!!