miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Söngur

Skólasetningin í Söngskólanum í Reykjavík var í dag. Það var merkilega gaman. Skólastjórinn var bara skemmtilegur í ræðunni, við fengum að hlusta á útskrifaðan söngnema (mjöööög flott) og svo hitti ég kennarann minn. Hún virkaði bara fín þótt að ég muni ekki hvað hún heitir... Ég hlakka svoooo til að fara loksins aftur í tónlistarnám!!! :) Ég hugsa að það sé mín hilla.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Tattoo

Ég var að fá mér tattoo númer tvö áðan. Eða eiginlega númer tvö og þrjú. Ég fékk mér kínverskt S og R á hægri ökklann. Það kemur mjög flott út. S-ið er svona eins og þríhyrningur í laginu en R-ið meira eins og kassi, svaka flott. :) En ég var búin að gleyma hvað þetta er asskoti vont...

mánudagur, ágúst 23, 2004

Rautt epli eða grænt epli, það er spurningin...

Af hverju ætli allt sem er með eplabragði sé í umbúðum sem eru grænar...? Eins og Kristall með eplabragði. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að bestu eplin séu rauð... Ættu umbúðirnar þá ekki að vera rauðar?