Á sunnudaginn hélt ég íslenskt kvöld fyrir sambýlisfólkið mitt. :) Og það tókst bara ágætlega! :D Ég eldaði kjötsúpu með íslenskum súpujurtum og það tókst bara vel, sérstaklega ef það er haft í huga að ég var að elda kjötsúpu í fyrsta skipti... :þ Hún bragðast ekki alveg eins vel og hjá pabba eða mömmu en samt, það var íslenskt bragð af henni og það var nóg. :) Síðan bauð ég þeim að smakka harðfisk í eftirmat og þá varð uppi fótur og fit! xD En þau fengust samt öll til að smakka og þá fannst þeim hann ekkert svo voðalega slæmur. ;) En svona til að bæta fyrir harðfiskinn bauð ég líka upp á síríus rjómasúkkulaði og það sló að sjálfsögðu í gegn. :) Síðan kenndi ég þeim „Sá ég spóa“ og við sungum það í keðjusöng. Í lokinn horfðum við svo á Mýrina. Og þegar þau sáu aðalpersónuna borða svið fannst þeim harðfiskurinn bara ágætur!! xD Hérna eru nokkrar myndir.
Ég að elda.
þriðjudagur, október 21, 2008
Aþena
Jæja, ég er sem sagt komin heim frá Aþenu. Ég get ekki sagt að ég hafi séð mikið af borginni því ég var nánast á hótelinu allan tímann því við byrjuðum kl. 9:30 og unnum langt fram á kvöld. Það var doldið strembið en samt ótrúlega gaman. Hérna koma nokkrar myndir.
Þessa byggingu fundum við þegar við vorum að leita að McDonalds. :þ Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er en byggingin er flott enga síður.
Þessa byggingu fundum við þegar við vorum að leita að McDonalds. :þ Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er en byggingin er flott enga síður.
Þessa gaura fundum við líka í þegar við vorum á leið á McDonalds. Þeir standa þarna í einn klukkutíma í senn og svo eru vaktaskipti. Og í hvert skipti er alveg svaka athöfn, lítur næstum út eins og dans. :þ
Þetta var á klósettinu okkar á hótelberberginu...
Þetta var útsýnið af þaki hótelsins.
Á föstudeginum fórum við svo á aðal safnið í Aþenu. Það er stórt og hefði þurft allavega heilan dag til að skoða en við fengum bara 3 klukkutíma þannig að aumingja leiðsögumaðurinn þurfti nánast að hlaupa með okkur í gegnum safnið. :þ Hérna koma nokkrar myndir frá safninu
laugardagur, október 04, 2008
Aþena!
Ég er á leið til Aþenu á mánudaginn ásamt öllum öðrum sjálfboðaliðum á Grikklandi sem eru nýkomnir eins og ég. :D Við verðum 60 manns saman á ráðstefnu í heila viku. Við gistum á fjögurra stjörnu hóteli (ókeypis), fáum frían mat í öll mál (hlaðborð!) og fáum fylgdarmann um Aþenu að skoða bæði Akrapólis og söfn! Ég er farin að hlakka geðveikt til. :) Þetta verður örugglega svaka fjör. Ég set örugglega inn fullt af myndum þegar ég kem aftur. :D Aþena hér kem ég!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)