Þetta er áin sem við festumst í. Þessi bíll fór yfir á eftir okkur.
miðvikudagur, júlí 13, 2005
mánudagur, júlí 11, 2005
Svaðilför inn í Bása!
Það fór aldrei svo að ég lenti ekki í ævintýrum. Seinasta helgi var nánast eitt ævintýri. Þannig er mál með vexti að Didda var fimmtug á laugardaginn og bauð fjölskyldu og vinum inn í Bása. Á laugardagsmorguninn þegar við vorum að leggja af stað var hringt í okkur og tilkynnt um að allar ár væru sennilega ófærar. Okkur leist nú ekki á blikuna en héldum samt af stað. Þegar við komum að Steinholtsánni stoppuðum við og biðum eftir bíl sem lóðsaði okkur yfir í gengum síma. Það var frekar óhuggnalegt þar sem áinn leit ekki vel út. Eins fengum við fylgd yfir Hvannána. Þannig að allt gekk slysalaust fyrir sig. Þegar við komum inn í Bása fréttum við að í gær hefðu árnar verið miklu verri og stórir bílar þurft að draga minni jeppa yfir. Og að Þengill hafði fest sig í Hvannánni og þurft að draga hann upp úr. Svo kom að því að fara heim á sunnudaginn. Þá var mjög gott veður og því meira í ánum en á laugardaginn. Við komumst yfir Hvannána eins og ekkert væri. Svo komum við að Steinholtsánni og þá leist okkur ekki á blikuna. Við hringdum í Óla sem hafði farið yfir ána fyrr um daginn og hann sagði að það hefði verið allt í lagi. Þannig að Kiddý og Helgi lögðu í hann. Bílinn flaut upp og snérist upp í strauminn en þau náði þó að krabbla sig upp úr. Því næst fóru amma, afi, mamma og Rósa yfir. Bíllinn þeirra flaut líka upp, snérist og festist! Ég hélt að ég myndi deyja úr hræðslu við að horfa á þau út í ánni! Vatnið náði upp á rúður! Helgi var snar í snúningum og óð út í ána og festi spotta við bílinn. Svo reyndi hann að draga þau upp úr en spottinn slitnaði því bílinn var svo pikkfastur. Þá óð hann aftur út í festi spottann aftur. Þegar hér var komið var vatnið komið upp í sæti inn í bílnum enda var hann búinn að vera úti í ánni örugglega í 10 til 20 mín. Samt geri ég mér enga grein fyrir því hvernig tímanum leið því ég var svo hrædd. Í seinna skiptið tókst að draga bílinn upp úr. Þegar þau opnuðu hurðirnar gusaðist helmingurinn af ánni út úr bílnum. Þá var komið að mér og Þengli að fara yfir. Og auðvitað flutum við upp líka, snérumst upp í strauminn og festumst. Og ekki nóg með það heldur drap bílinn líka á sér! Og aumingja Helgi óð aftur út í og festi kaðal við bílinn. Síðan vorum við dregin upp úr. Við vorum sem betur fer ekki mjög lengi út í ánni. En nógu lengi til að Þengill var orðinn votur í fæturna. Það er því óhætt að segja að þetta hafi verið svaðilför. Ég var mjög hrædd og finn ennþá fyrir hnút í maganum þegar ég rifja þetta upp. Ætli ég verði ekki hrædd við að fara yfir ár hér eftir. Kannski er þetta eins og að detta af hestbaki, maður verður að drífa sig á bak sem fyrst aftur. Ég ætti kannski að drífa mig inn í Bása sem fyrst aftur.
föstudagur, júlí 08, 2005
Lélegur bloggari...
Úff úff... Ég er ekki alveg nógu góður bloggari... En jæja, núna skal bæta úr því.
Hérna koma allar stórfréttir seinasta veturs.
Hérna koma allar stórfréttir seinasta veturs.
- Ég flutti í bæinn um áramótin, nánar tiltekið í Árbæinn. Og mamma með. :)
- Ég lauk grunnprófi í söngskólanum, sem er sama og 1., 2. og 3. stig. Það tókst bara með ágætum.
- Naflalokkurinn fékk að fjúka seinni part vetrar.
- Kisi er komin með kærustu og tvö stjúpbörn. :) Þannig er nebbla mál með vexti að þegar við fluttum kom lítil kisa í heimsókn til okkar strax fyrsta daginn. (Við köllum hana alltaf Litlu, því hún kæmist svona þreföld inn í Kisa...) Hún og Kisi áttu fullt af stefnumótum í gegnum gluggann sem endaði með því að við leyfðum þeim að hittast. Og þeim kemur bara ágætlega saman (miðað við það að Kisi hvæsir á alla aðra ketti). Eftir það var Litla fastagestur hjá okkur og svo núna fyrir stuttu eignaðist hún kettlinga, Litla Brúnan og Litla Gulan. :) Kisi á reyndar ekkert í þessum börnum og er stundum dáldið abbó en annars virðist sambandið ganga vel.
Þetta er Kisi
Og þetta er Litli Gulur.
Og þetta er Litla, Litli Gulur og Litli Brúnn
Og þá er það stærsta fréttin...
- ÉG ER BÚIN AÐ KAUPA MÉR BÍL!!! :) Hann er geðveikt sætur lítill Polo. Hann er lime-grænn á litinn og með CD og allt! Það er svoooo gaman að keyra hann. Sérstaklega miðað við gamla Lancerinn. Hann var orðinn svo lélegur að einu sinni dreif ég ekki yfir hraðahindrun og þurfti að bakka og taka tilhlaup! :) Og þetta er ekki ýkt. Ég festist í alvörunni upp á hraðahindrun! Fáránlegt. En núna er gamli skrjóðurinn farinn á haugana og litli sæti Poloinn minn tekinn við. :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)