sunnudagur, september 23, 2007

Sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili

Ég er orðin sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili. :) Og líst bara alveg ljómandi vel á! Enda var ég á Herbalife ráðstefnu í gær og þar komst ég svo sannarlega að því að Herbalife virkar! Ég hef aldrei á ævinni séð eins mikið af orkumiklu fólki saman komið! Enda fór helmingurinn af ráðstefnunni í að dansa og klappa og skemmta sér. :) Mjög gaman.

En fyrir ykkur sem ekki vitið þá er Herbalife hnitmiðuð næring, jafn að innan sem utan. Innri næringavörurnar eru fyrir þá sem þurfa að léttast, þyngjast, íþróttafólk eða bara fólk sem hefur áhuga á góðri næringu eða að bæta heilsuna. Sem sagt fyrir alla. Og það sama gildir um snyrtivörurnar; þær eru fyrir alla. :)

Allir sem vilja fríar prufur endinlega hafið samband. :) S: 6615838

miðvikudagur, september 12, 2007

Herbalife

Þeir sem vilja fríar prufur hafið bara samband. :D

Sími: 6615838

laugardagur, september 08, 2007

Dagskrá vetrarins

Óperukórinn í Reykjavík

Mozart Requiem
Björgvin Þ Valdimarsson - Heimsfrumflutningur
Beethoven Missa Solemnis með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Askenazy
Carmina Burana - Reykjavík
Carmina Burana - Carnegie Hall New York!!! :D
Jón Ásgeirsson - Opera heimsfrumflutningur

Loksins fæ ég að syngja Carmina Burana! Og það í Carnegie Hall í New York! :D

föstudagur, september 07, 2007

Óperukórinn!

Ég fór í inntökupróf fyrir Óperukórinn á miðvikudaginn. Og ég átti nú svo sem ekki von á því að komast inn í kórinn miðað við hvernig mér gekk. Ég söng eitt lag sem mér tókst ekki alveg að láta hljóma á neðra sviðinu þar sem ég var svo stressuð. Svo tók Garðar mig upp og lét mig syngja nokkrar söngæfingar og mér tókst það svona með herkjum. Svo spilaði hann nokkrar nótur og ég átti að syngja þær en auðvitað tókst það ekki. En mér til mikillar gleði fékk ég símtal seinni partinn í gær þar sem mér að tjáð að ég hefði fengið inngöngu í kórinn! :D Ég skil ekki alveg hvernig ég fer að þessu. Mér tekst alltaf að klúðra öllum prófum en samt næ ég alltaf. Eins og t.d. í tónheyrninni í vorprófinu mínu. Ég hef sjaldan klúðrað einhverju eins illa eins og þá en samt var ég ein af fáum í bekknum sem náði tónheyrninni! Furðulegt.

þriðjudagur, september 04, 2007

Ég FÆ frítt í strætó!

Hér með tilkynnist það með stolti að ég FÆ frítt í strætó! :D Ég hefði átt að fárast meira yfir þessu um daginn. En Garðar skólastjóri þurfti víst að hafa mikið fyrir að koma þessu í gegn en það hafðist á endanum. Ekki það að skólastjóri á náttla ekkert að þurfa að standa í svona löguðu, bara af því að fögin í hans skóla eru eitthvað aðeins öðruvísi en í öðrum skólum. En sem sagt, allir á Framhalds- og Háskólastigi fengu strætókort. :) Ég er mjög glöð og ég held að eigi barasta eftir að nýta mér kortið. :)