mánudagur, febrúar 23, 2009

Ferðalag með foreldrum Lauru

Þá er ég komin heim úr viku ferðalagi með Lauru og foreldrum hennar um mið-vestur Grikkland. Við fórum til Aþenu á föstudeginum og gistum á hóteli þar eina nótt. Daginn eftir fórum við svo (LOKSINS!!!) til Akropólis. :D Og það var frábært!
Ég og Akropólis! :D

Laura og útsýnið frá Akropólishæð yfir Aþenu. :)

Annað hof með styttur í stað súlna.
Við skemmtum okkur konunglega á þessum sögulegu slóðum eins og sjá má. :þ
Seinni partinn keyrðum við svo til Amfissa sem er akkúrat hinu meginn við flóann, á móti Xylokastro. :) Þar fengum við að gista hjá Lóu, íslenskri konu sem býr þar. Það var ótrúlega gaman að tala loksins íslensku aftur! :þ Á sunnudeginum fórum við svo til Delphi. Það er merkilegur staður. Þar eru eins konar hirslur eða hof þar sem allir geymdu fjársjóðina sína í stríði, eins konar banki eða fjárhirsla. :) Einhver staðar las ég líka að forngrikkir trúðu því að miðja jarðarinnar væri í Delphi. :þ
Ég og miðja jarðarinnar (held ég...) eða fjárhirsla Aþenu. :þ
Á mánudeginum héldum við svo norður.

Snjór!! :þ

Á leiðinni komum við svo við í Meteora. Ég elska þessa kletta! :D
Um kvöldið komum við svo til Igomenítsa, sem er á vesturströndinni. En til að komast þangað þurftum við að fara yfir fjallgarð sem var 1700 m hár. :þ Fuuuullt af snjó. Við gistum svo á hóteli í Igomenítsa og fórum til Corfu daginn eftir! :D

Corfu!
Við löbbuðum svo um Corfu allan daginn. :) Mjög gaman. Daginn eftir fórum við svo upp í fjöllin nálægt Albaníu. Foreldrar Lauru eru hrifnir af fjöllum. :þ

Það var búpeningur út um allt á götunum. Frekar fyndið. :þ

Við fórum mjög nálægt Albaníu, svo nálægt að við gátum séð fjöllin þar. :þ
Albanía! :þ

En já, þegar við vorum komin svona nálægt landamærunum mættum við hermanni með hríðskotabyssu... (Eða veiðimanni... ganga þeir um með hríðskotabyssur....?) Þá ákváðum við að snúa við. Seinustu nóttina gistum við svo í litlu fjallaþorpi sem við fundum á leiðinni. Þar enduðum við svo alveg óvart í einhvers konar hátið. :þ Ókeypis matur og frítt vín! Og klukkan var 11 að morgni til. :þ
Laura vel skreytt. :þ Það var lítil stelpa sem henti pappírskrauti yfir alla sem komu inn, eins og má sjá á gólfinu í bakgrunni. :þ

Við fórum í stuttan göngutúr og Laura fann sér tré til að klifra í. :þ

Og á til að vaða í! Og það var svoooo kalt! :þ Crazy Germans! :þ

Þessar trjágeitur fundum við líka á leiðinni... :D

Seinasta daginn keyrðum við svo yfir brúnna hjá Patra og heim til Xylokastro. Vel heppnuð ferð. :)

fimmtudagur, febrúar 12, 2009

Olympia

Um seinustu helgi fór ég til Olympia, þar sem fyrstu Ólympíuleikarnir voru haldnir ca. 700 og eitthvað fyrir Krist. :) Það var mjög áhugavert.
Ég og súlur. Alltaf nóg af súlum á Grikklandi. :þ

Krúttlegir ljónshausar. :)

Marleen í startholunum að taka á sprettinn...

... eftir þessari braut. :)

Hérna gengu svo Ólympíukapparnir inn, væntanlega við mikinn fögnuð áhorfenda. :þ Allir kviknaktir auðvitað. Ég skil ekki af hverju Grikkir kepptu alltaf naktir... Það getur ekki verið þæginlegt að hlaupa með tólið danglandi á milli lappanna... Kannski var það þess vegna sem engar konur voru leyfðar á svæðinu. Ef kona fór inn á svæðið var hún myrt, hvorki meira né minna.

Við fundum svona fótspor í steinunum út um allt þarna. Og við fundum enga skýringu á því af hverju þau voru þarna og hvernig þau voru gerð... Einhverjar tillögur...?

Ég og risavaxin súla. :þ Svona voru súlurnar í Zeus-hofinu. Þessi súla er ný því hofið sjálft hrundi í jarðskjálfa (kemur á óvart... ;-) í kringum árið 521. Það var ótrúlegt að horfa í kringum sig þarna því við sáum súlurnar í pörtun liggjandi allt í kring. Þetta hlýtur að hafa verið stórfenglegt hof.

Næst fórum við á safnið sem tilheyrir svæðinu.

Ca. 2000 ára gamlar hálsfestar sem myndu sóma sér vel í tískunni í dag. :)

Skjöldur og hjálmur! Þetta lítur út eins og bíómynda-props! :þ Geðveikt kúl. ;)

Ég og hauslaus Grikkverji. ;)

Ég og handalaus Grikkverjakona. :þ

Þetta er þakskreytingin sem var á Zeus-hofinu. Stórfenglegt.

Og svo heitt súkkulaði á eftir. :) Á morgun er ég svo að fara í viku ferðaleg um mið- og vestur Grikklandi með Lauru og foreldrum hennar. Þau ætla að leigja bíl og þau buðu mér með. :) Það verður örugglega fjör. :)

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Nafplíon og Epiðarvos

Jæja, þá fer að styttast í heimkomu. Ég lendi föstudaginn 6. mars kl. 23:59. :) Eftir ca. 4 vikur. Það verður fínt að komast heim. :) Þetta er búið að vera ævintýri en ég sakna allra heima.
Mid-term ráðstefnan mín var um þar seinustu helgi. Það var gaman að hitta alla aftur en það var líka erfitt að kveðja því sum kem ég ekki til með að sjá aftur. :/

Þessa helgi fór ég, Lena (frá Lúxemborg) og Ly (frá Eistlandi) í dagsferð til Epiðavros og Nafplíon. Epiðavros er hringleikahúsið þar sem maður getur staðið í miðjunni og þeir sem eru á efsta bekk geta heyrt í þér.


Þarna er ég í miðjunni að prófa. Og það virkaði! Þetta var alveg eins og tala í míkrafón! :)

Ég og Ly. Bara örlítill stærðarmunur... :þ
Nafplíon er mjög falleg ferðamannaborg. Við skoðuðum kastalann þar. Kastalinn er frekar hátt uppi og við vorum frekar knappar á tíma þannig að við ákváðum að taka leigubíl upp að kastalanum og labba svo niður. Og ég er ótrúlega fegin því niðurleiðin var nógu erfið. Ég vissi ekki það væri svona erfitt að labba niður stiga... :þ Tröppurnar voru 999. (Þær voru víst 1000 en einhver kóngur braut seinustu tröppuna þegar hann kom niður á hesti...)

Fallegt útsýni. :)
Lena
Við fundum þessi neðanjarðargöng inn í kastalanum.
Og Ly ákvað að fara niður! Ég varð myrkfælin bara á að horfa á hana fara niður. :þ Svo fór Lena og ég vildi ekki vera ein eftir uppi þannig að ég elti. Þegar niður var komið fundum við bara pínulitla dýflissu, sjálfsagt notuð í gamla daga til að geyma til að geyma óæskilegt fólk. :þ

En jæja, nóg í bili. :) Ég hlakka til að hitta ykkur öll aftur!