fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Bleikt

Hefur eitthvað farið framhjá mér? Er óviðeigandi fyrir stelpur á mínum aldri að gangi í bleikum fötum? Eða ganga konur kannski í bleikum fötum til að vera unglegri? Eina ástæðan fyrir því að ég geng í bleiku er að mér finnst bleikur litur fallegur, og ég held bara að hann fari mér ágætlega. En það er alveg ótrúlegt að ef ég er í bleikum fötum þá er ég undantekningalaust spurð um skilríki alls staðar. En ef ég er ekki í bleikum fötum þá er ég aldrei spurð um skilríki... Annað hvort gerir bleikur litur mig svona svakalega unglega eða þá að fólk á erfitt með að trúa því að næstum 24 gömul kona gangi í bleiku...

föstudagur, febrúar 22, 2008

Póstkortaskipti

Ég fann snilldar síðu um daginn:

http://www.postcrossing.com/

Þetta er sem sagt eins og nafnið gefur til kynna, póstkorta-skipti-síða. Ég er t.d. búin að fá póstkort frá Finnlandi, USA, Þýskalandi, Sviss og Slóveníu. Og ég er búin að senda kort til fullt af löndum. En það sem mér finnst svo sniðugt við þessa síðu er að maður getur ekki bara skráð sig inn og fengið send póstkort, því maður verður að senda sjálfur til að fá sent kort. Þetta virkar sem sagt þannig að þú skráir þig inn (nafn, heimilisfang, land, netfang o.fl.). Þá færðu sent á netfangið þitt heimilisfang og nafn á einhverjum í öðru landi sem þú átt að senda póstkort til. Stundum stendur líka eitthvað um þann sem þú ert að senda til, t.d. hvernig póstkort eru í uppáhaldi hjá viðkomandi. Svo sendiru bara póstkortið og bíður þangað til það kemst til skila. Þegar það er komið til skila og viðkomandi búinn að skrá póstkortið inn á síðuna þá fer þitt nafn og heimilisfang í pottinn og þú getur átt von á póstkorti frá framandi landi. :) Hrein snilld segi ég bara. Endinlega prófið. Það eru sorglega fáir íslendingar þarna inni; ekki nema 105, á móti t.d. 7175 finnum! Enda verða allir alveg svakalega kátir að fá póstkort frá Íslandi og að fá að senda kort þangað. :)