þriðjudagur, október 12, 2004

Kóræfingabúðir

Ég var í æfingabúðum með Háskólakórnum um helgina. Það var svaka fjör. :)
Við fengum að sjá verkið sem við erum að fara að flytja í fyrsta skipti á föstudaginn, þ.e.a.s. nóturnar. Það heitir African Sanctus. Það verður örugglega alveg geggjað. Það virkar samt doldið erfitt. Allar raddir eru þrískiptar. Sópraninn fer upp á háa C og altin upp á A!!! Ég sem er farin að tísta þegar ég er komin upp á G. Iss piss. En það hlýtur að koma allt saman.
Á föstudagskvöldið fórum við í stólaleik sem gekk út á það að einhver var í miðjunni og sagði t.d. "Ég drekk ekki bjór" eða "Ég er með tattoo" og allir þeir sem drekka ekki bjór eða eru með tattoo eiga að standa upp og reyna að ná sér í sæti. Og þá komst ég að því að aðeins fjórir í kórnum eru með tattoo. (Allavega miðað við þá sem voru í æfingabúðunum). Mér finnst það ansi fáir. Ég hélt að það yrði allavega helmingur.
Á laugardaginn var svo sungið ennþá meira af African Sanctus. Svo skellti ég mér í sund þar sem ég spilaði rúbbí-bolta með öðrum kórmeðlimum. Þar sem botninn og bakkarnar voru mjög hrufóttir enduðu flestir með blóðuga fætur og marða handleggi eftir boltaslagi. Ég slapp samt furðuvel, bara með einn marblett. Seinna um kvöldið var borðað og svo haldin kvöldvaka þar sem innvígsla nýrra kórmeðlima í háskólakórs-ættbálkinn stóð upp úr. Ég hef aldrei séð svona flotta vígslu (busun) áður. Í fyrra þurfti ég að borða hákarl og drekka íslenskt brennivín þegar ég var vígð en það var samt ekkert þessu líkt. Svo var djammað og djammað fram eftir nóttu. Ég veit ekki hvenær ég fór að sofa en missti allavega af því þegar kórmeðlimir hlupu berir í kringum sundlaugina. Svekkelsi. :/ En þetta voru samt mjög skemmtilegar æfingabúðir og ég skemmti mér æðislega vel. :)

sunnudagur, október 03, 2004

Skrifari

Ég var að kaupa mér skrifara áðan. Það var æðislega gaman. Ég var svo spennt. Það var um þrjú leitið í dag. Núna er klukkan rúmlega sjö, og mér hefur ekki ennþá tekist að fá skrifarann til kveikja á sér, hvað þá meira! Ég er örugglega búin að hringja í alla tölvugúrúa sem ég þekki og þeir hafa komist að tveimur niðurstöðum: 1) Skrifarinn er bilaður eða 2) ég get ekki sett hann upp. Ég hugsa samt að ástæða eitt sé líklegri... :p Því það eina sem ég er búin að vera að reyna að gera er að tengja rafmagnið í skrifarann til þess að sjá hvort að hægt sé að opna hann. En hann sýnir engin viðbrögð við neinu sem ég geri. Samt er ég búin að tengja og aftengja C - drivið nokkrum sinnum til að sjá hvort að ég geti þetta ekki alveg örugglega. Og það virkar alveg. Þannig að núna sit ég með sárt ennið, nýr skrifari bilaður! Vesen!!!!

þriðjudagur, september 14, 2004

Þokuljós

Áðan þegar ég var að leiðinni heim af kóræfingu lenti ég í óþæginlegu atviki. Þetta var búinn að vera langur dagur og ég var komin með hausverk. Ég var ný búin að keyra framhjá Bláfjallaafleggjaranum þegar bíll tók fram úr mér. Það hefði nú svo sem ekki verið í frásögu færandi nema hvað, hann var með þokuljósin á! Ég fann hvernig hausverkurinn jókst enn frekar. Ég hikaði aðeins áður en ég blikkaði á hann háuljósunum, minnug þess sem gerðist seinast þegar ég blikkaði bíl aftan frá.
Þá var það einmitt þetta sama, bíll með þokuljósin á í engri þoku! Sá bíll snarhemlaði, sveigði út í kannt og elti mig svo í 20 mínútur, blikkandi háuljósunum stanslaust þangað til að hann tók fram úr mér á urrandi siglingu.
Þrátt fyrir fyrri þrekraun lét ég reyna á blikkið og blikkaði þennan bíl líka. Ég reyndi að blikka lítið og kurteislega til að lenda ekki í sama veseninu og seinast. En samt sem áður var eins og ég hafði gefið honum fokk merkið eða eitthvað þaðan af verra! Hann negldi niður og keyrði á 30 góða stund áður en hann jók hraðann aftur langt upp fyrir hundrað.
Og eftir sat ég engu nær um hvernig á að fá fólk til að slökkva á þokuljósunum!
Kannski er ég bara svona vitlaus, ég veit það ekki. Ekki gat ég slökkt og kveikt á ljósunum. Það er til að vera fólk við löggunni og svo er það líka mjög lítið áberandi svona aftan frá. Eins blikkar maður bíla sem koma keyrandi á móti manni með háuljósin til að láta þá slökkva á þeim. Háuljósin blinda mann og valda augn- og hausverk. Þokuljósin eru að vísu ekki nærri eins sterk og þau háu en þau valda samt augn- og hausverk, allavega hjá mér. Og er þá ekki rökréttast að álykta að maður eigi að blikka bíla til að fá þá til að slökkva á þokuljósunum? Eða er dónalegt að blikka fólk aftan frá?

sunnudagur, september 05, 2004

Afmælispartý hjá Krunku

Ég fór í afmælispartýið hjá Krunku á föstudagskvöldið. Það var mjög gaman. Þar var dansað og djammað, sungið og trallað fram eftir nóttu. Svo fórum við í mjög skemmtilegan leik sem fjallaði um Krunku, mjög gaman. :) Mitt lið endaði í öðru sæti. Munaði aðeins hálfu stigi á okkur og fyrsta sætinu, iss piss. Ég fór svo heim á milli þrjú og fjögur og svaf til hálffjögur daginn eftir. Mjög kósí. :)

miðvikudagur, september 01, 2004

Lokkur

Í gær var söguleg stund í mínu lífi. Tungulokkurinn fékk að fjúka. Ég tók hann úr í gærkvöldi. Það er ekkert smá skrítið. Ég er ekki búin að taka hann úr í tvö ár! Ég er líka geðveikt aum í tungunni, sem er ekkert smá mikið svindl. Það var nógu andskoti sárt að láta setja þetta í þó að það þurfi nú ekki að vera vont að taka þetta úr líka!!!

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Söngur

Skólasetningin í Söngskólanum í Reykjavík var í dag. Það var merkilega gaman. Skólastjórinn var bara skemmtilegur í ræðunni, við fengum að hlusta á útskrifaðan söngnema (mjöööög flott) og svo hitti ég kennarann minn. Hún virkaði bara fín þótt að ég muni ekki hvað hún heitir... Ég hlakka svoooo til að fara loksins aftur í tónlistarnám!!! :) Ég hugsa að það sé mín hilla.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Tattoo

Ég var að fá mér tattoo númer tvö áðan. Eða eiginlega númer tvö og þrjú. Ég fékk mér kínverskt S og R á hægri ökklann. Það kemur mjög flott út. S-ið er svona eins og þríhyrningur í laginu en R-ið meira eins og kassi, svaka flott. :) En ég var búin að gleyma hvað þetta er asskoti vont...

mánudagur, ágúst 23, 2004

Rautt epli eða grænt epli, það er spurningin...

Af hverju ætli allt sem er með eplabragði sé í umbúðum sem eru grænar...? Eins og Kristall með eplabragði. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að bestu eplin séu rauð... Ættu umbúðirnar þá ekki að vera rauðar?