sunnudagur, nóvember 09, 2008

Ferðalag og halloween party!

Ég er svo að segja nýkomin heim úr viku ferðalagi um Grikkland. :) Það var mjög gaman. Ég fór með Lauru (frá Þýskalandi). Okkur var boðið í sjálfboðaliðapartý til Volos, sem er á austurströnd mið-Grikklands. Við ætluðum að fara snemma á föstudagsmorgninum 31 október en svo fréttum við að planið væri að hafa Halloween partý um kvöldið í húsinu okkar þannig að við frestuðum ferðinni um einn dag. :þ Hérna eru nokkrar myndir frá partýinu.

Ég var norn. :)

Gaia var Amy Whinehouse.

Simon var kona. :þ

Elli var Helena frá Tróju.

Og Laura var bitch. :þ

Við þurftum svo að vakna kl. 04:00 til að ná lestinni til Aþenu þannig að það tók því ekki að fara að sofa og við fórum beint úr partýinu í lestina. :þ Og við vorum hálf skrautlegar verð ég að segja, þó að við höfðum þvegið af okkur málninguna. ;) En það var bara gaman. :þ

Ég frekar þreytt í lestinni á leið til Larissa. Fyrstu þrjá tímana þurftum við að sitja á gólfinu. Ekkert sérstaklega þæginlegt.

En þessum degi eyddum við eiginlega bara í lestum. Fyrst 2 tímar frá Xylokastro til Aþenu, svo 5 tímar frá Aþenu til Larissa og svo 1 tími frá Larissa til Volos. Þegar við komum til Volos byrjaði svo næsta partý. :þ Þannig að þegar ég fór að sofa aðfaranótt sunnudags var ég búin að vera vakandi frá því á föstudagsmorgun. :þ Ég held að ég hafi aldrei farið í svona mörg partý áður á bara 2 mánuðum. Það er nánast partý um hverja helgi í íbúðinni okkar. Og þar sem við erum svo mörg þurfum við ekki einu sinni að bjóða fólki til að halda partý, við getum bara búið til partý sjálf. :þ Mjög hentugt. Það er ótrúlega gaman að búa með svona mörgum. Alltaf nóg um að vera. :) En já, á sunnudaginn gerðum við ekki neitt þar sem við vorum uppteknar við að vera þunnar. :þ En á mánudeginum fórum við til Meteora, sem er á miðju mið-Grikklandi. Og það var algjörlega stórkostlegt! Myndirnar ná engan veginn tilfinningunni að vera þarna en ég set samt nokkrar inn. :þ

Megalo Meteora (stóra Meteora). Þetta er stærsta og elsta klaustrið þarna, frá ca. 1450, byggt á hæsta klettinum (næstum 500 metra hár!!).
Útsýnið frá Megalo Meteora yfir til næsta klausturs.

Þetta fundum við inn í klaustrinu.... Þarna enda sem sagt munkarnir... :þ

Útsýnið yfir Kalabaka, lítið þorp fyrir neðan Meteora.

Tilfinningin að vera þarna uppi var stórkostleg. Við vorum þarna mjög snemma um morguninn þannig að túristarnir voru ekki komnir ennþá. Og kyrrðin var algjörlega himnesk. :) Það var hægt að finna heilagleikan í þessu öllu saman. En svo tveimur tímum seinna komu rúturnar í tugatali með fuuuullt af ferðamönnum og það spillti kyrrðinni. En já, Meteora var algjörlega toppurinn á ferðinni. :) Frá Meteora fórum við svo til Thessaloníki, sem er næst stærsta borg Grikklands (á eftir Aþenu auðvitað :þ ). Það er gaman að hafa komið þangað en ég verð að viðurkenna að Thessaloníki er ekkert sérstaklega spes borg. :þ Ég held að ég fari ekki þangað aftur. Enda tekur það mig 9 tíma setu í lest að komast þangað frá Xylokastro... Frekar langt. Við gistum þrjár nætur hjá tveimur stelpum sem við hittum á ráðstefnunni í Aþenu.

Hvíti turninn, kennimerki Thessaloníki. Inn í turninum er safn og útsýnið frá toppnum er mjög fallegt.

Ég fann þetta á ískápnum í íbúðinni hjá stelpunum! :D Ég var ekkert smá hissa! Þessi segull var þarna þegar þær komu í íbúðina þannig að það hefur greinilega einhver frá Íslandi verið þarna. ;)
Aðfaranótt föstudags tókum við svo næturlestina heim til Xylokastro.