Það er komin ósk um að ég setji upp lista fyrir jólin. :) Og hérna kemur hann loksins.
- Ég er að safna silfri í upphlutinn minn. :) Ég er komin með eina doppu í beltið. Og loksins er ég búin að finna út hvar silfrið fæst, hjá Árna Höskuldssyni gullsmiði, Bergstaðastræti 4.
- Svo langar mig líka (auðvitað) í seinustu bókina af Harry Potter. Get ekki beeeeðið eftir að fá að klára söguna.
- Mig hefur líka alltaf langað til að eignast miðju myndina af Lord of the Rings í svona special edition útgáfu, margir diskar saman. Ég á nebbla númer eitt og þrjú en vantar miðjuna.
- Það sama er upp á teningnum með Harry Potter myndirnar. Ég á fyrstu þrjár myndirnar en vantar næstu tvær.
- Svo er það Garfield. Ég eeeelska Garfield. Ég á nokkrar bækum með honum en væri sko alveg til í að eiga miiiiklu fleiri! :)
- Ég væri líka alveg til í að eignast einhver skemmileg spil. T.d. Party og co. eða framhöldin af Catan.
- Svo er það nýjasta Pirates of the Caribean. Ég á hinar tvær og væri alveg til í að eiga þessa nýjustu líka.
- Svo eru það sokkamálin... Ég bara get ekki farið í vinnuna án þess að vera í sokkum í stíl við fötin mín. Og núna vantar mig alveg ferlega hlýja sokka sem eru ekki gráir eða hvítir. Nánast allir hlýjir sokkar sem ég á eru gráir eða hvítir en ef ég er t.d. í brúnum bol get ég ekki látið sjá mig í gráum sokkum! Það væri skandall! :þ Þannig að, bleikir ullasokkar væru alveg málið sko. :D
- Góðar bækur eru líka vel þegnar, enda er ég mikill lestrarhestur. Þá kemur fyrst upp í hugann "Um langan veg. Frásögn herdrengs." Örugglega mögnuð bók.
- Mig vantar líka í góðan skrifborðsstól. Þessi sem ég sit á núna er orðinn ansi lúinn og er alveg hræðilegur fyrir bakið!
- Sængurföt eru líka eitthvað sem maður á aldrei nóg af. Og ég eiginlega bara of lítið af! Ég er meira að segja farin að draga fram gömul sængurföt með barbí og ponyhesta myndum til að dekka skortinn... Ekki það að sængurföt með myndum séu slæm. Söngurföt með kisumyndum væru t.d. mjög flott. Eða Garfield-sængurföt! Það væri toppurinn! :)
- Svo eru það vettlingar. Ég veit ekki hvernig ég fer að þessu en ég bara virðist aldrei eiga nóg af vettlingum. Mér tekst annað hvort að týna þeim eða það kemur gat á þumalinn eða eitthvað svoleiðis.
- Ullarpeysa er líka eitthvað sem mig vantar sárlega. Fína svarta ullarpeysan sem amma prjónaði handa mér er búin, þ.e.a.s. hún eyddist upp vegna miiiiikillar notkunnar. Og núna er ég búin að hertaka ullarpeysuna hennar mömmu, mömmu til lítillar hrifningar. :þ
Ætli ég láti þetta ekki nægja í bili...? :)