þriðjudagur, september 14, 2004

Þokuljós

Áðan þegar ég var að leiðinni heim af kóræfingu lenti ég í óþæginlegu atviki. Þetta var búinn að vera langur dagur og ég var komin með hausverk. Ég var ný búin að keyra framhjá Bláfjallaafleggjaranum þegar bíll tók fram úr mér. Það hefði nú svo sem ekki verið í frásögu færandi nema hvað, hann var með þokuljósin á! Ég fann hvernig hausverkurinn jókst enn frekar. Ég hikaði aðeins áður en ég blikkaði á hann háuljósunum, minnug þess sem gerðist seinast þegar ég blikkaði bíl aftan frá.
Þá var það einmitt þetta sama, bíll með þokuljósin á í engri þoku! Sá bíll snarhemlaði, sveigði út í kannt og elti mig svo í 20 mínútur, blikkandi háuljósunum stanslaust þangað til að hann tók fram úr mér á urrandi siglingu.
Þrátt fyrir fyrri þrekraun lét ég reyna á blikkið og blikkaði þennan bíl líka. Ég reyndi að blikka lítið og kurteislega til að lenda ekki í sama veseninu og seinast. En samt sem áður var eins og ég hafði gefið honum fokk merkið eða eitthvað þaðan af verra! Hann negldi niður og keyrði á 30 góða stund áður en hann jók hraðann aftur langt upp fyrir hundrað.
Og eftir sat ég engu nær um hvernig á að fá fólk til að slökkva á þokuljósunum!
Kannski er ég bara svona vitlaus, ég veit það ekki. Ekki gat ég slökkt og kveikt á ljósunum. Það er til að vera fólk við löggunni og svo er það líka mjög lítið áberandi svona aftan frá. Eins blikkar maður bíla sem koma keyrandi á móti manni með háuljósin til að láta þá slökkva á þeim. Háuljósin blinda mann og valda augn- og hausverk. Þokuljósin eru að vísu ekki nærri eins sterk og þau háu en þau valda samt augn- og hausverk, allavega hjá mér. Og er þá ekki rökréttast að álykta að maður eigi að blikka bíla til að fá þá til að slökkva á þokuljósunum? Eða er dónalegt að blikka fólk aftan frá?

sunnudagur, september 05, 2004

Afmælispartý hjá Krunku

Ég fór í afmælispartýið hjá Krunku á föstudagskvöldið. Það var mjög gaman. Þar var dansað og djammað, sungið og trallað fram eftir nóttu. Svo fórum við í mjög skemmtilegan leik sem fjallaði um Krunku, mjög gaman. :) Mitt lið endaði í öðru sæti. Munaði aðeins hálfu stigi á okkur og fyrsta sætinu, iss piss. Ég fór svo heim á milli þrjú og fjögur og svaf til hálffjögur daginn eftir. Mjög kósí. :)

miðvikudagur, september 01, 2004

Lokkur

Í gær var söguleg stund í mínu lífi. Tungulokkurinn fékk að fjúka. Ég tók hann úr í gærkvöldi. Það er ekkert smá skrítið. Ég er ekki búin að taka hann úr í tvö ár! Ég er líka geðveikt aum í tungunni, sem er ekkert smá mikið svindl. Það var nógu andskoti sárt að láta setja þetta í þó að það þurfi nú ekki að vera vont að taka þetta úr líka!!!