sunnudagur, september 05, 2004
Afmælispartý hjá Krunku
Ég fór í afmælispartýið hjá Krunku á föstudagskvöldið. Það var mjög gaman. Þar var dansað og djammað, sungið og trallað fram eftir nóttu. Svo fórum við í mjög skemmtilegan leik sem fjallaði um Krunku, mjög gaman. :) Mitt lið endaði í öðru sæti. Munaði aðeins hálfu stigi á okkur og fyrsta sætinu, iss piss. Ég fór svo heim á milli þrjú og fjögur og svaf til hálffjögur daginn eftir. Mjög kósí. :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli