sunnudagur, október 03, 2004
Skrifari
Ég var að kaupa mér skrifara áðan. Það var æðislega gaman. Ég var svo spennt. Það var um þrjú leitið í dag. Núna er klukkan rúmlega sjö, og mér hefur ekki ennþá tekist að fá skrifarann til kveikja á sér, hvað þá meira! Ég er örugglega búin að hringja í alla tölvugúrúa sem ég þekki og þeir hafa komist að tveimur niðurstöðum: 1) Skrifarinn er bilaður eða 2) ég get ekki sett hann upp. Ég hugsa samt að ástæða eitt sé líklegri... :p Því það eina sem ég er búin að vera að reyna að gera er að tengja rafmagnið í skrifarann til þess að sjá hvort að hægt sé að opna hann. En hann sýnir engin viðbrögð við neinu sem ég geri. Samt er ég búin að tengja og aftengja C - drivið nokkrum sinnum til að sjá hvort að ég geti þetta ekki alveg örugglega. Og það virkar alveg. Þannig að núna sit ég með sárt ennið, nýr skrifari bilaður! Vesen!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Iss ekki hringdiru í mig *móðg* :þ
Skrifa ummæli