Hefur eitthvað farið framhjá mér? Er óviðeigandi fyrir stelpur á mínum aldri að gangi í bleikum fötum? Eða ganga konur kannski í bleikum fötum til að vera unglegri? Eina ástæðan fyrir því að ég geng í bleiku er að mér finnst bleikur litur fallegur, og ég held bara að hann fari mér ágætlega. En það er alveg ótrúlegt að ef ég er í bleikum fötum þá er ég undantekningalaust spurð um skilríki alls staðar. En ef ég er ekki í bleikum fötum þá er ég aldrei spurð um skilríki... Annað hvort gerir bleikur litur mig svona svakalega unglega eða þá að fólk á erfitt með að trúa því að næstum 24 gömul kona gangi í bleiku...
fimmtudagur, febrúar 28, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Bleiki liturinn hlýtur bara að gera þig svona unglega Sigga mín ;)
En er það ekki bara hrós að vera talin yngri en þú ert? :)
Skrifa ummæli