Að sigra heiminn er eins og að spila á spil,
með spekingslegum svip og taka í nefið.
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það var nefninlega vitlaust gefið.
(Steinn Steinarr)
miðvikudagur, maí 21, 2008
Hælspori?!
Hælspori. Veit einhver hvað það er? Það er víst lítið beinhorn undir hælnum sem veldur því að maður finnur til í hverju einasta skrefi, og myndast helst hjá miðaldra fólki sem stundar miklar æfingar. Hvernig í ósköpunum tókst mér að næla mér í þannig?!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli