miðvikudagur, janúar 07, 2009

Takk takk takk takk takk!!! :D

Gleðileg jól og farsælt komandi ár og takk æðislega fyrir mig! :D

Vinnan á hótelinu var ekki eins og ég hafði haldið. Þannig að í staðinn fyrir að gista þar yfir bæði jól og áramót eins og ég hélt þá var ég keyrð heim á hverju kvöldi. :) Þannig að ég fékk að eyða bæði aðfangadegi og gamlárskvöldi heima. Og það var alveg ljómandi. :) Á aðfangadag fengum við gefins mat, og þar á meðal fylltan kalkún. :)

Nammi namm!

Þar sem hótelið er, í Trikala, er allt á kafi í snjó þessa dagana. Og það hjálpar til við að koma manni í jólaskap. :)


Um áramótin fengum við líka gefins mat, í þetta skiptið gúllas og vasilopítur. Grikkir halda jólin ekkert sérstaklega hátíðleg en í staðinn halda þeir áramótin þeim mun hátíðlegri. Og á nýjársmorgun kemur Vasilis (nokkurs konar jólasveinn) með pakka handa krökkunum. Og klukkan 12 á gamlársdag borðar fjölskyldan vasilopítu, sem er kaka með mynt inn í. Og sá sem fær myntina á að verða sérstaklega heppinn næsta ár. Og ég fékk myntina í vasilopítunni okkar! :D En þar sem við vorum bara fjögur á gamlárskvöld og við vildum að einhver fyndi myntina þá skárum við þessa risa köku bara í fjóra parta. :þ


Allir að pósa með risasneiðarnar. :þ

En já, klukkan 12 að miðnætti á gamlárskvöld þá drifum við okkur öll upp á þak til að sjá flugeldana. Og þar stóðum við eins og aular og bærinn var algjörlega dauður. :þ Ekki sála á ferli og ekki einn einasti flugeldur. Við komust að því tveimur dögum seinna að vanalega eyða Grikkir áramótunum í faðmi fjölskyldunnar, svona eins og við eyðum jólunum. Þannig að eftir á að hyggja var ekkert skrítið að það skildi ekki vera sála á ferli. :þ En þetta var samt furðuleg upplifun. Standandi á þakinu á gamlárskvöld horfandi yfir bæinn og ekkert gerðist. ;)

Engin ummæli: