Ég og súlur. Alltaf nóg af súlum á Grikklandi. :þ
Krúttlegir ljónshausar. :)
Marleen í startholunum að taka á sprettinn...
... eftir þessari braut. :)
Hérna gengu svo Ólympíukapparnir inn, væntanlega við mikinn fögnuð áhorfenda. :þ Allir kviknaktir auðvitað. Ég skil ekki af hverju Grikkir kepptu alltaf naktir... Það getur ekki verið þæginlegt að hlaupa með tólið danglandi á milli lappanna... Kannski var það þess vegna sem engar konur voru leyfðar á svæðinu. Ef kona fór inn á svæðið var hún myrt, hvorki meira né minna.
Við fundum svona fótspor í steinunum út um allt þarna. Og við fundum enga skýringu á því af hverju þau voru þarna og hvernig þau voru gerð... Einhverjar tillögur...?
Ég og risavaxin súla. :þ Svona voru súlurnar í Zeus-hofinu. Þessi súla er ný því hofið sjálft hrundi í jarðskjálfa (kemur á óvart... ;-) í kringum árið 521. Það var ótrúlegt að horfa í kringum sig þarna því við sáum súlurnar í pörtun liggjandi allt í kring. Þetta hlýtur að hafa verið stórfenglegt hof.
Næst fórum við á safnið sem tilheyrir svæðinu.
Næst fórum við á safnið sem tilheyrir svæðinu.
1 ummæli:
Gaman að sjá þessar myndir, á líka myndir af fyrsta Olympiuleikvanginum.....:-)
Njóttu ferðalagsins sem best það er svo margt að sjá.
Bestu kveðjur,
Sólveig.
Skrifa ummæli