Í gær var ég á árshátíð Gleðikórsins sem var alveg ótrúlega skemmtilegt. Það var mjög gaman að hitta aftur gömlu kórfélagana mína. Það var borðað, drukkið, farið í leiki og að sjálfsögðu sungið. :) Það versta er að ég virðist missa allt sem heitir tóneyra og tónheyrn um leið og ég er komin í glas. Ég fattaði það iðulega ekki fyrr en lagið var búið að ég var að syngja kolvitlausa línu eða rödd. En ég söng enga að síður hástöfum og skemmti mér konunglega. :) Ég verð bara að vona að aðrir hafi verið komnir það vel í glas að þeir heyrðu það ekki. ;) En allavega, ég skemmti mér mjög vel og ég hlakka til að mæta á fleiri Gleðikórsviðburði í framtíðinni. Takk fyrir mig!
sunnudagur, júní 14, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hahaha, held að það hafi átt við nokkra fleiri:P Við tökum bara viljann fyrir verkið, við erum öll á sama báti.
Og það var mjög gaman að hitta þig, vinkona.
Skrifa ummæli