föstudagur, júlí 08, 2005

Lélegur bloggari...

Úff úff... Ég er ekki alveg nógu góður bloggari... En jæja, núna skal bæta úr því.
Hérna koma allar stórfréttir seinasta veturs.


  • Ég flutti í bæinn um áramótin, nánar tiltekið í Árbæinn. Og mamma með. :)
  • Ég lauk grunnprófi í söngskólanum, sem er sama og 1., 2. og 3. stig. Það tókst bara með ágætum.
  • Naflalokkurinn fékk að fjúka seinni part vetrar.
  • Kisi er komin með kærustu og tvö stjúpbörn. :) Þannig er nebbla mál með vexti að þegar við fluttum kom lítil kisa í heimsókn til okkar strax fyrsta daginn. (Við köllum hana alltaf Litlu, því hún kæmist svona þreföld inn í Kisa...) Hún og Kisi áttu fullt af stefnumótum í gegnum gluggann sem endaði með því að við leyfðum þeim að hittast. Og þeim kemur bara ágætlega saman (miðað við það að Kisi hvæsir á alla aðra ketti). Eftir það var Litla fastagestur hjá okkur og svo núna fyrir stuttu eignaðist hún kettlinga, Litla Brúnan og Litla Gulan. :) Kisi á reyndar ekkert í þessum börnum og er stundum dáldið abbó en annars virðist sambandið ganga vel.

Þetta er Kisi

Og þetta er Litli Gulur.

Og þetta er Litla, Litli Gulur og Litli Brúnn

Og þá er það stærsta fréttin...

  • ÉG ER BÚIN AÐ KAUPA MÉR BÍL!!! :) Hann er geðveikt sætur lítill Polo. Hann er lime-grænn á litinn og með CD og allt! Það er svoooo gaman að keyra hann. Sérstaklega miðað við gamla Lancerinn. Hann var orðinn svo lélegur að einu sinni dreif ég ekki yfir hraðahindrun og þurfti að bakka og taka tilhlaup! :) Og þetta er ekki ýkt. Ég festist í alvörunni upp á hraðahindrun! Fáránlegt. En núna er gamli skrjóðurinn farinn á haugana og litli sæti Poloinn minn tekinn við. :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta það sem koma skal, pistill með highlightum síðustu mánaða á 9 mánaða fresti? :þ