fimmtudagur, apríl 20, 2006

Hjólið

Í gær ákvað ég svona upp úr þurru að fara út að hjóla. Ja, kannski ekki alveg upp úr þurru... Söngkennarinn minn og undirleikarinn minn eru báðir búnir að benda mér á (skamma mig fyrir) að ég er ekki í nógu góðu formi fyrir söng. Sem er fúlt þar sem tónlist er mín hilla í lífinu en hreyfing og íþróttir er eitthvað sem ég hef aldrei skilið og aldrei haft gaman að. En þar sem ég ætla mér að verða góð söngkona einhvern tíma ákvað ég að fara út að hjóla. Það er þó byrjunin. Svo að mín smellti á sig hjálmi og vettlingum (ótrúlega pró) og hjólaði sér einn 20 mín. hring. Það var ógeðslega erfitt. Djöfull er ég í lélegu formi. Iss piss. En ég komst þó allan hringinn sem mér finnst ágætt... Í morgun aftur á móti vaknaði ég upp mjöööög svo aum eftir bölvað hjólið. Ég skil ekki hvernig ég gat verið endalaust hjólandi þegar ég var yngri. Ég held bara að ef ég ætli mér að hjóla mikið verði ég að kaupa mér mýkri hnakk. Annars er hætt við að ég fari að ganga mjög annarlega...

1 ummæli:

Ingibjorg sagði...

Slæmu formi segiru... hummhumm... ég labbaði upp stiga upp á fjórðu hæð á fimmtudag... og ég er enn með harðsperrur í kálfunum!!!!!!

Vil reyndar kenna veikindum um einhvern hluta sperranna... en... ég held ég verði að sætta mig við staðreyndir :/