fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Pensilínofnæmi

Jæja, þar kom að því að mín fékk ofnæmi fyrir pensilíni. Ég var sem sagt komin með streptókokka í ég veit ekki hvaða sinn og fór á pensilín. Daginn eftir vaknaði ég öll út í útbrotum og klæjaði alveg svakalega í þau! Ég dreif mig til læknis og hann sagði að ég væri komin með ofnæmi fyrir pensilíni og kæmi til með að vera með það alla ævi... Ekki gaman. :( En þetta var ekki mjög traustvekjandi læknisheimsókn... Þegar hann sá útbrotin fórnaði hann höndum og hristu hausinn. Það er alls ekki gaman að sjá lækninn sitt gera svoleiðis.... Eini ljósi punkturinn við þetta er að ef ég fæ streptókokka aftur (sem ég geri pott þétt) þá verður kirtlatökunni hugsanlega flýtt. :)

Svo er skólinn að byrja í næstu viku. :) Ég hlakka geðveikt til! Jafn vel þótt að ég hljómi eins og ryðguð plata eins og er... En vonandi verð ég orðin sönghæf eftir áramót.

Engin ummæli: