föstudagur, ágúst 18, 2006

Sjúkrasaga

Jæja, hérna kemur sjúkrasagan mín:

Rétt fyrir söngprófið mitt fæ ég fyrstu streptókokkasýkinguna mína. Ég var gjörsamlega miður mín! Sá fyrir mér skólagjöld og prófgjöld skolast niður niðurfallið en sem betur fer tókst mér að taka prófið og stóðst það! :) Ég kláraði seinustu pensilíntöfluna morguninn sem ég fór til Finnlands. Um 4 dögum seinna byrjaði ég að finna fyrir óþægindum í hálsi, sama dag og kóramótið í Vaasa byrjaði! Ég svaf eins mikið og ég gat til að reyna að hrista þetta af mér og hélt að það hefði tekist. Í flugvélinni á leiðinni heim til Íslands var ég komin með 39 stiga hita. Ég lá með hátt í 40 stiga hita í 3 daga og svo með hitavellu og slappleika í aðra 5. Þetta var streptókokkasýking nr. 2. Jæja, mér tókst að halda mér frískri í 1 viku. Þá byrjaði ég að finna fyrir óþægindum aftur. Daginn áður en ég fór til Barcelona fór ég til læknis og hann staðfesti streptókokkasýkingu nr. 3. (Eruð þið byrjuð að sjá munstur???) Jæja, ég byrjaði að bryðja pensilín og verkjatöflur aftur og tókst að halda mér nokkuð hressri. Eftir að pensilínkúrnum lauk tókst mér að vera nokkuð hress í 2 vikur! (Persónulegt met!!). Þá byrjaði ég að verða slöpp aftur og fá gamla sviðann í hálsinn. Ég treinaði það að fara til læknis í eina viku. Var í eins konar afneitun. Þetta bara gat ekki verið að koma aftur!!! En á endanum fór ég. Og viti menn, streptókokkasýking nr. 4 var hér með staðfest. Í þetta skipti dró ég mömmu með mér til að láta taka strok úr henni líka. Því sumir eru gangandi smitberar fyrir streptókokka án þess að finna neitt fyrir því sjálfir. En mamma reyndist saklaus en var samt sett á penilín til öryggis, henni til mikillar ama. Læknirinn sagði mér líka að viðmiðið fyrir hálskirtlatöku var 6 sýkingar á TVEIMUR ÁRUM!!! Og ég var strax komin með 4 á einu sumri! En jæja, við mamma kláruðum lyfjakúrinn samviskusamlega og ég taldi mig vera nokkuð seif. Viku seinna var ég ekki svo viss. Ég dreif mig því aftur til læknis og fékk streptókokkasýkingu nr. 5 staðfesta. Núna var ég sett á 15 daga pensilínkúr í stað 10 daga og var ráðlagt að fara til háls-nef-og-eyrnalæknis. Ég fékk tíma strax daginn eftir! (Ótrúleg heppni!) Hann leit í hálsinn á mér í 2 sek. og bókaði mig svo í hálskirtlatöku 11. okt. Loksins losna ég við þessa fjandans kirtla!!! En því miður verð ég að taka mér tveggja vikna frí frá Söngskólanum, kannski lengra. :( Svo spurði læknirinn mig hvort að ég gæti ekki bara sjúkdómsgreint mig sjálf, hvort að ég þekkti ekki einkenni streptókokkasýkingar orðið nógu vel til þess. Ég svaraði því játandi og hann lét mig fá fjölnota pensilínseðil til þess að ég þyrfti ekki alltaf að vera að fara til læknis. Mjög þæginlegt. En jæja, ég hélt áfram að taka penilínið en samt hurfu einkennin ekki. Svo fór hálsinn á mér að bólgna upp. Og svo handakrikarnir. Mér leist nú ekki alveg orðið á blikuna og ég hringdi í lækninn minn. Hann sagði mér að koma strax. Ég dreif mig til hans og hann sagði að ég væri komin með eitlabólgur út af öllum þessum streptókokkasýkingum og pensilíni. (Til hvers eru eitlar eiginlega??) Pensilín er sem sagt hætt að virka á mig og ég var sett á eitthvað nýtt lyf sem ég þarf að taka fjórum sinnum á dag og er helmingi verri í maganum af! Og ég er komin með hita, kvef og flensu, þrátt fyrir öll lyf! Og til að bæta gráu ofan á svart virðast vinnuveitendur mínir ekki sætta sig við öll þessi veikindi og heimta læknisvottorð og endalausar trúnaðarlæknisheimsóknir. Ég var t.d. að koma frá trúnaðarlækni Dominos fyrir klukkutíma. Ég hef aldrei upplifað styttri læknisheimsókn! Hann kíkti á sjúkrasöguna mína og baðst svo innilega afsökunar á því að hafa ónáðað mig og sagði að hann hefði aldrei beðið mig um að koma ef hann hefði vitað þetta. Hann gaf sér varla tíma til að kíkja í hálsinn á mér, hvað þá meira. Enda sagði sjúkrasagan allt sem segja þurfti!

Og ég sit heima með höfuðverk, hita, stíflað og eldrautt nef og auðvitað streptótokkasýkingu í hálsinum. Ætli ég verði ekki svona fram í október?? :(

Engin ummæli: