föstudagur, júlí 13, 2007

Grikkland

Ég hringdi til Grikklands í morgun. Þetta lítur allt saman vel út. :) Ég vona bara að þetta gangi. :D

Smá útskýring: Ég fór á heimasíðu Alþjóðlegra ungmennaskipta um daginn. Og þá ákvað ég að láta langþráðan draum rætast. Þ.e.a.s. að fara til útlanda í eitt ár, breyta aðeins til. Þannig að ég dreif bara í þessu og sótti um verkefni á Grikklandi, um 50 km frá Aþenu. Verkefnið felst í því að hjálpa til á leikskóla frá kl. 8 - 14 á daginn. Og í staðinn fæ ég borgað farið út og heim, frítt fæði og húsnæði og vasapening í hverri viku. :) Ekki amalegt. Og svo á ég frí allar helgar og fæ 2 vikna frí yfir sumarið. Þannig að ef allt gengur eftir þá fer ég til Grikklands haustið 2008. :D

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú hefur verið klukkuð af mér.

Nú þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðuna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn og erum þannig öll hluti af leik sem er svo mikilvægt að muna þegar maður verður fullorðin.við gleymum því of oft þegar við verðum fullorðin og þess vegna er heimurinn kannski eins og hann er.

Nafnlaus sagði...

Vá en æðislega spennandi! :)

Nafnlaus sagði...

Mikið líst mér vel á það elsku Sigga mín. Nú er ég sjálf búin að vera í öðru landi í ár og það er ekki spurning að það gefur manni mikið. Gangi þér vel og farðu nú að skrifa á síðuna þína. Það er svo gaman að lesa hugrenningar þínar.
Love Bryndís Aarhusar pía...