miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Ég ER nemi!

Ég hef ótrúlega oft verið spurð hvort að ég ætli ekki að fara að drífa mig í skóla. Fólk virðist ekki skilja að ég ER í skóla, Söngskólanum í Reykjavík. En ég held að skilji af hverju þetta er svona, því fyrst sjálft menntamálaráðuneytið lítur ekki á námið mitt sem "alvöru nám" hvernig get ég þá ætlast til þess að samfélagið sjálft geri það?? Ég las í Fréttablaðinu í morgun að tónlistarnemar fá ekki frítt í strætó eins og aðrir nemar borgarinnar. Og ástæðan er sú að strætó og borgin fara eftir skilgreiningu menntamálaráðuneytisins á því hvað er framhaldsskóli og háskóli. Og Söngskólinn í Reykjavík og aðrir tónlistarskólar flokkast greinilega ekki undir þá skilgreiningu. Samt á þetta að vera nám á bæði framhalds- og háskólastigi og er meira að segja námslánahæft hjá LÍN! Ég spyr, hver er munurinn á t.d. tónlistarnámi og myndlistarnámi? Ég sé hvergi umfjöllun um það að t.d. Listaháskólinn fái ekki frítt í strætó... Ég legg til að Söngskólinn verði skírður Söngháskólinn. Þá er ekki hægt að neita því að hann sé háskóli... :þ

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég ætla alls ekki að vera með neinn móral (sérstaklega ekki neinn Lhi vs. söngskólinn mórall) mér finnst að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir... en það er í rauninni ekki hægt að segja að skóli sem er með nám á grunn- mið- og framhaldsstigi sé háskóli.
En að sjálfsögðu er þetta skóli og fullt nám sem er stundað þar, þú ert að auðvitað nemi og í krefjandi námi þar að auki.
Og það er rugl að tónlistarnemar fái ekki frítt í strætó! Fussumsvei...

Nafnlaus sagði...

Söngskólinn er með nám á háskólastigi. 8 stig, burtfararpróf og kennarapróf er á háskólastigi. Svo var nú þetta með Listaháskólann meira sagt svona í gríni heldur en hitt, bara til að miða við eitthvað. :)