þriðjudagur, september 04, 2007

Ég FÆ frítt í strætó!

Hér með tilkynnist það með stolti að ég FÆ frítt í strætó! :D Ég hefði átt að fárast meira yfir þessu um daginn. En Garðar skólastjóri þurfti víst að hafa mikið fyrir að koma þessu í gegn en það hafðist á endanum. Ekki það að skólastjóri á náttla ekkert að þurfa að standa í svona löguðu, bara af því að fögin í hans skóla eru eitthvað aðeins öðruvísi en í öðrum skólum. En sem sagt, allir á Framhalds- og Háskólastigi fengu strætókort. :) Ég er mjög glöð og ég held að eigi barasta eftir að nýta mér kortið. :)

Engin ummæli: