föstudagur, september 07, 2007

Óperukórinn!

Ég fór í inntökupróf fyrir Óperukórinn á miðvikudaginn. Og ég átti nú svo sem ekki von á því að komast inn í kórinn miðað við hvernig mér gekk. Ég söng eitt lag sem mér tókst ekki alveg að láta hljóma á neðra sviðinu þar sem ég var svo stressuð. Svo tók Garðar mig upp og lét mig syngja nokkrar söngæfingar og mér tókst það svona með herkjum. Svo spilaði hann nokkrar nótur og ég átti að syngja þær en auðvitað tókst það ekki. En mér til mikillar gleði fékk ég símtal seinni partinn í gær þar sem mér að tjáð að ég hefði fengið inngöngu í kórinn! :D Ég skil ekki alveg hvernig ég fer að þessu. Mér tekst alltaf að klúðra öllum prófum en samt næ ég alltaf. Eins og t.d. í tónheyrninni í vorprófinu mínu. Ég hef sjaldan klúðrað einhverju eins illa eins og þá en samt var ég ein af fáum í bekknum sem náði tónheyrninni! Furðulegt.

Engin ummæli: