laugardagur, október 13, 2007

"Hann er að kíkja á mig..."

Það er eins gott að ég er í megrun! Ég var að sækja litla krúttið hana Evu Katrínu á leikskólann í gær og hún horfði furðulostin á mig.
EVA: "Hvað ertu með í magnum?"
ÉG: "Bara mat."
EVA: "Hann er að kíkja á mig!"
ÉG: "Ha? Er maginn að kíkja á þig?"
EVA: "Já!"
Þetta gengur ekki lengur! Maginn er orðinn svo stór að hann er farinn að hrella börnin í kringum mig! :þ

Engin ummæli: