föstudagur, október 12, 2007

Óskir...

Eins gott að passa sig á því hvað maður óskar sér... Í dag lenti ég í því að rúðupissið á bílnum mínum kláraðist. Og rúðurnar voru orðnar frekar kámugar. Þannig að ég hugsaði: "Ég vildi óska að það kæmi almennileg demba sem myndi hreinsa rúðurnar." Og mér varð sko sannarlega að ósk minni! Ég sá ekki út úr augum fyrir vatni...

Engin ummæli: