laugardagur, október 04, 2008
Aþena!
Ég er á leið til Aþenu á mánudaginn ásamt öllum öðrum sjálfboðaliðum á Grikklandi sem eru nýkomnir eins og ég. :D Við verðum 60 manns saman á ráðstefnu í heila viku. Við gistum á fjögurra stjörnu hóteli (ókeypis), fáum frían mat í öll mál (hlaðborð!) og fáum fylgdarmann um Aþenu að skoða bæði Akrapólis og söfn! Ég er farin að hlakka geðveikt til. :) Þetta verður örugglega svaka fjör. Ég set örugglega inn fullt af myndum þegar ég kem aftur. :D Aþena hér kem ég!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Frábært. Ég er í huganum á flakki þarna með þér. Ég yngist upp um 30 ár :-). Man hvað það var dásamlega gaman að koma á Akropolishæð og að ganga um í Plaka hverfinu og rölta um Aþenuborg, ofboðslega gaman að fara á þeirra Þjóðminjasafn. Svo var líka gaman að koma í hafnarborg Aþenu Pyreus. Þetta er ævintýri sem þú munt lifa á það sem eftir er.
Bestu kveðjur og knús til þín, Sólveig.
Skrifa ummæli